Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
29. nóvember. 2005 05:21

Heiðar valinn íþróttamaður Grundarfjarðar

Síðastliðinn laugardag var lýst kjöri íþróttamanns Grundarfjarðar á fjölskyldusamkomu í Samkomuhúsinu sem kvenfélagið Gleim mér ei stóð fyrir. Meðal annarra dagskrárliða má nefna jólabasar og svo gátu allir gætt sér á kaffi og rjúkandi vöfflum. Það er íþrótta- og tómstundanefnd Grundarfjarðar sem velur íþróttamann Grundarfjarðar að undangengnum tilnefningum frá íþróttafélögunum. Að þessu sinni var íþróttamaður bæjarfélagsins kjörinn Heiðar Geirmundsson UMFG fyrir frjálsar íþróttir.

 

Heiðar er einn fremsti íþróttamaður sem Grundfirðingar eiga í dag. Hann er búinn að eiga frábært keppnisár og slá nokkur met. Hann tvíbætti héraðsmetið í sleggjukasti í sumar um rúma 7 metra og bætti síðan 30 ára gamalt kúluvarpsmet um 16 cm. Hann kom heim með tvö gull af Héraðsmóti HSH og á Steinþórsmóti UMFG var hann stigahæsti einstaklingurinn og setti þar stigamet. Á þessu ári hefur Heiðar einnig keppt í kraftlyftingum og staðið stig frábærlega. Hann hefur í sumar tekið þátt á hálandaleikunum og verið þar á meðal efstu manna á öllum mótum. Heiðar er einstaklega prúður íþróttamaður og mörgum yngri mikil fyrirmynd.

 

Aðrir sem tilnefnir voru:

Jóhann Kristinn Ragnarsson af Hesteigendafélagi Grundarfjarðar fyrir hestaíþróttir.

Jóhanna Steinþóra Gústafsdóttir af UMFG fyrir sund.

Pétur Vilbergur Georgsson af Golfklúbbi Vestarr fyrir golf

Sædís Karlsdóttir af UMFG fyrir blak

Tryggvi Hafsteinsson af UMFG fyrir fótbolta.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is