Forsíða
Auglýsing
Rss straumur af fréttum frá Skessuhorni
Lágnætti. Þriðji Mánadagur í Haustmánuði
Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
01. desember. 2005 05:19

Gámaþjónusta Vesturlands með lægsta tilboð í sorphreinsun

Gámaþjónustu Vesturlands átti lægsta tilboðið í sorphreinsun sunnan og norðan Skarðsheiðar en tilboð í verkið voru opnuð á þriðjudag. Bæjarráð Akraness hefur samþykkt að ganga til samninga við lægstbjóðenda og gert er ráð fyrir að önnur sveitarfélög sem aðild eiga að þessu taki ákvörðun fljótlega. Talið er að talsverðir fjármunir sparist í kjölfar útboðsins. Alls bárust tilboð frá fjórum aðilum í sorphirðu í sveitarfélögum sunnan og norðan Skarðsheiðar auk þess sem frávikstilboð bárust frá tveimur bjóðendum.

Íslenska gámafélagið bauð 64,7 milljónir króna og 57,1 milljón króna frávikstilboð. Garðlist ehf. bauð 95,5 milljónir króna og Íslandsgámar bauð 102,8 milljónir króna auk 35,7 milljóna króna frávikstilboðs. Tilboð Gámaþjónustu Vesturlands var að upphæð 36,6 milljónir króna. Frávikstilboð Íslandsgáma miðaðist eingöngu við sorphirðu á Akranesi og sunnan Skarðsheiðar og var því dæmt ógilt.

 

Sorphirða mun breytast nokkuð, til sparnaðar, með þessu útboði og því erfitt að bera saman kostnað sveitarfélaganna í dag við kostnaðinn eftir útboð. Hins vegar er ljóst, að sögn Þorvaldar Vestmanns sviðsstjóra tækni- og umhverfissviðs Akraneskaupstaðar, að útboðið mun hafa talsverðan sparnað í för með sér fyrir sveitarfélögin. Sem dæmi má nefna að kostnaður við sorphirðu á Akranesi er í dag um 30 milljónir króna á ári. Hlutur Akraneskaupstaðar í útboðinu nú er hins vegar um 17 milljónir króna.

 

Verði af samningum við Gámaþjónustu Vesturlands mun sorphirða á grundvelli útboðsins hefjast í Borgarfjarðarsveit og sveitarfélögunum sunnan Skarðsheiðar þann 1. janúar, á Akranesi hefst hún 1. febrúar og í Borgarbyggð 1. júlí á næsta ári. Samkvæmt útboðsgögnum er gert ráð fyrir að samið verið til 1. júlí 2009.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Héðan og þaðan
Framleiðnisjóður Landbúnaðarins

Fram á völlinn

Grundarfjarðarbær

Fundaröð um vegamál á Vesturlandi

Grundarfjarðarbær

Bæjarstjórnarfundur

Dalabyggð

Sveitarstjórn Dalabyggðar - 181. fundur

Grundarfjarðarbær

Gjöf frá Lionsklúbbi Grundarfjarðar

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is