Forsíða
Auglýsing
Rss straumur af fréttum frá Skessuhorni
Lágnætti. Þriðji Mánadagur í Haustmánuði
Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
01. desember. 2005 05:26

Rætt um stöðu erlendra starfsmanna á Akranesi

Bæjaryfirvöld á Akranesi vilja leggja sitt af mörkum til þess að leikreglur á vinnumarkaði séu virtar við þátttöku erlendra starfsmanna á Akranesi og hefur verið komið á fót formlegum samstarfsvettvangi til þess að auðvelda samstarf þeirra félaga og stofnana sem vinna að málum.

 

 

Á fimmtudaginn komu Ólafur Þ. Hauksson sýslumaður á Akranesi, Vilhjálmur Birgisson formaður Verkalýðsfélags Akraness, Stefán Skjaldarson skattstjóri Vesturlandsumdæmis og Tryggvi Bjarnason lögfræðingur Skattstofu Vesturlandsumdæmis til fundar við bæjarráð Akraness. Ræddu þessir aðilar málefni erlendra starfsmanna sem starfa á vinnumarkaði á Akranesi. Í bókun fundarins segir að aðilar séu sammála um að hafa með sér samstarf og miðla upplýsingum um málið.

Guðmundur Páll Jónsson bæjarstjóri segir að boðað hafi verið til fundarins vegna þeirra umræðu sem átt hefur sér stað að undanförnu um erlenda starfsmenn hér á landi þar á meðal á Akranesi. Hann segir engan vafa á því í sínum huga að ekki hafi verið farið að settum reglum. Því hafi þótt nauðsynlegt að koma á fót samstarfsvettvangi um þessi mál. “Þessi fundur var mjög góður og við munum funda aftur í næstu viku,” segir Guðmundur Páll.

Aðspurður hvers vegna bæjarfélagið hafi ákveðið að koma að málinu segir hann mikla hagsmuni í húfi fyrir bæjarfélagið. “Okkur er það mjög mikilvægt að staðið sé skil á útsvari vegna þeirra erlendu starfsmanna er hér starfa. Einnig er mjög mikilvægt að sveitarfélagið tryggi að jafnræði sé meðal þegnanna. Ef einstök fyrirtæki komast upp með að brjóta lög og reglur grefur það undan þeim fyrirtækjum hér um slóðir sem standa löglega að hlutum. Slíkt megum við ekki og getum ekki fallist á. Því var mjög ánægjulegt að undirtektir við að koma þessum samstarfsvettvangi á voru góðar. Þannig getum við auðveldað starf þeirra er að þessum málum koma,” segir Guðmundur Páll Jónsson.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Héðan og þaðan
Framleiðnisjóður Landbúnaðarins

Fram á völlinn

Grundarfjarðarbær

Fundaröð um vegamál á Vesturlandi

Grundarfjarðarbær

Bæjarstjórnarfundur

Dalabyggð

Sveitarstjórn Dalabyggðar - 181. fundur

Grundarfjarðarbær

Gjöf frá Lionsklúbbi Grundarfjarðar

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is