Forsíða
Auglýsing
Rss straumur af fréttum frá Skessuhorni
Lágnætti. Þriðji Mánadagur í Haustmánuði
Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
08. desember. 2005 10:59

Þrýstingur kominn á framkvæmdir við Sundabraut

Samgönguráðherra segist vonast til þess að hægt verði að halda upphaflegri áætlun með byggingu Sundabrautar. Tefjist verkið úr hömlu gæti hins vegar komið til þess að fjármunir verði fluttir í önnur verk. Sveitarstjórnarmenn á Vesturlandi telja rétt að skoða þann möguleika að byrjað verði á framkvæmdum að norðanverðu þannig að deilur um legu vegarins í Reykjavík tefji ekki verkið.

 

Eins og fram kom í frétt Skessuhorns hefur stjórn samtaka sveitarfélaga á Vesturlandi lýst áhyggjum sínum af því að þrátt fyrir að búið sé að tryggja fjármagn í lagningu Sundabrautar um Kleppsvík og Grafarvog liggi hvorki fyrir ákvörðun eða samkomulag um hvar eða hvernig brautin á að liggja. Því leggur stjórnin það til við Samgönguráðuneyti og borgarstjórn Reykjavíkur að sá möguleiki verði skoðaður að byrja á hinum endanum og hefja hið fyrsta framkvæmdir við þverun Kollafjarðar og lagningu brautarinnar um Álfsnes og Geldinganes að Gufunesi.

 

Þegar ríkisstjórnin ráðstafaði söluandvirði Símans var ákveðið að verja átta milljörðum króna í gerð svokallaðrar Sundabrautar, það er veg frá Sæbraut að Hallsvegi í Grafarvogi. Ráðgert var að framkvæmdir gætu hafist um mitt ár 2007 og stefnt að verklokum 2010. Stefnt var að því að fara svokallaða innri leið í samræmi við tillögur Vegagerðarinnar. Jafnframt kom fram í ákvörðun ríkisstjórnarinnar að stefnt væri að áframhaldandi lagningu Sundabrautar upp í Geldinganes og um Álfsnes upp á Kjalarnes. Áætlað er að ljúka þessari framkvæmd árið 2011. Þrátt fyrir að borgarstjórn Reykjavíkur hafi fagnað ákvörðun ríkisstjórnarinnar liggur ekki fyrir sátt hvort fara skuli innri leiðina eða ytri leið sem svo er nefnd.

 

Sigríður Finsen, forseti bæjarstjórnar Grundarfjarðar átti frumkvæði að þessari umræðu innan stjórnarinnar. Hún segist hafa tekið málið upp því mjög mikilvægt sé að fram komi að verkið sé ekki einkamál íbúa Reykjavíkur. Um sé að ræða mikilvægt hagsmunamál landsbyggðarinnar og það megi ekki gerast að verkið tefjist vegna ósamkomulags í Reykjavík.

Sturla Böðvarsson, samgönguráðherra segir hringlandahátt í borgarstjórn Reykjavíkur setja þessa miklu framkvæmd í nokkra óvissu. Hann segir þessa óvissu koma nokkuð á óvart því borgarstjórn hafi á fundi 6. september fært til bókar fögnuð vegna þessarar ákvörðunar ríkisstjórnarinnar. Aðspurður hvort möguleiki sé að fara þá leið sem sveitarstjórnarmenn á Vesturlandi leggja til segir Sturla svo ekki vera. Slíkt sé ekki í myndinni nú. Hann telur tafir á verkinu frekar leiða til þess að fjármunir sem ætlaðir voru til málsins verði færðir annað enda víða þörf á framkvæmdum í samgöngumálum. Aðspurður segist Sturla hins vegar skilja áhyggjur Vestlendinga af stöðu málsins. Hún undirstriki hversu mikilvæg þessi framkvæmd sé og hún sé langt í frá einkamál Reykvíkinga. Því vonist hann til þess að niðurstaða í málinu fáist fljótlega.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Héðan og þaðan
Framleiðnisjóður Landbúnaðarins

Fram á völlinn

Grundarfjarðarbær

Fundaröð um vegamál á Vesturlandi

Grundarfjarðarbær

Bæjarstjórnarfundur

Dalabyggð

Sveitarstjórn Dalabyggðar - 181. fundur

Grundarfjarðarbær

Gjöf frá Lionsklúbbi Grundarfjarðar

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is