Forsíða
Auglýsing
Rss straumur af fréttum frá Skessuhorni
Lágnætti. Þriðji Mánadagur í Haustmánuði
Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
09. desember. 2005 04:07

Vilja að fjármunir haldist í landshlutanum

Stjórn Samtaka sveitarfélaga á Vesturlandi hefur óskað eftir viðræðum við Byggðastofnun um að söluandvirði hlutafjár Byggðastofnunar í Eignarhaldsfélaginu Vesturlandi hf. verði nýtt áfram til atvinnuuppbyggingar á Vesturlandi.

Forsaga málsins er sú að fyrir nokkrum árum voru stofnuð á nokkrum stöðum á landsbyggðinni eignarhaldsfélög sem ætlað var að stuðla að atvinnuuppbyggingu. Byggðastofnun gerðist hluthafi í þessum félögum ásamt aðilum í héraði. Á Vesturlandi var stofnað Eignarhaldsfélagið Vesturland hf. Hlutafé félagsins er 300 milljónir króna sem skiptast í svokölluð A-bréf og B-bréf.

 

Stærstu eigendur A-bréfa eru sparisjóðirnir í landshlutanum og Kaupfélag Borgfirðinga. Eiga þessir aðilar samtals 115 milljónir af 120 milljóna króna hlutafé A-bréfa. Byggðastofnun var hins vegar eigandi að 120 milljónum króna B-bréfum af þeim 180 milljónum króna sem í þeim flokki var.

 

A-bréfin höfðu forgang að arði félagsins sem hefur ekki verið mikill þar sem starfsemin félagsins hefur verið lítil og eru eignir þess að mestu bundnar í markaðsskuldabréfum. Fyrir nokkru gerði Kaupfélag Borgfirðinga ásamt Sparisjóði Mýrarsýslu eigendum félagsins tilboð í hlutafé félagsins og mun ætlunin að blása lífi í félagið samkvæmt upphaflegu markmiði félagsins. Hafa sveitarfélög tekið tilboði félagsins sem samkvæmt heimildum Skessuhorns er að kaupa bréfin á nafnverði. Byggðastofnun tók tilboði kaupfélagsins.

 

Hrefna B. Jónsdóttir starfsmaður SSV segir stjórn samtakanna síður en svo vera mótfallna sölu Byggðastofnunar á hlut sínum. Þær hugmyndir sem uppi eru með eflingu eignarhaldsfélagsins séu stjórn SSV mjög að skapi. Hins vegar vilji stjórnin árétta að framlag Byggðastofnunar hafi á sínum tíma verið ætlað til atvinnuuppbyggingar í landshlutanum og stjórnin hafi með ósk um viðræður við Byggðastofnun vilja tryggja að svo verði áfram.

 

Aðalsteinn Þorsteinsson forstjóri Byggðastofnunar segir að stofnuninni hafi borist álitlegt til boð í hlut þess í umræddu félagi. Ákveðið hefði verið að taka tilboðinu. Hann segir það mikið ánægjuefni að öflugir aðilar í héraði hafi ákveðið að blása til sóknar í félaginu með þessum hætti. Aðalsteinn segir söluandvirðið hluta af efnahag Byggðastofnunar en þeir séu ekki eyrnamerktir einstökum landssvæðum. Stofnunin muni hér eftir sem hingað til skoða þátttöku í álitlegum uppbyggingarverkefnum og sé því ávallt til viðræðu um góðar hugmyndir í atvinnuuppbyggingu.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Héðan og þaðan
Framleiðnisjóður Landbúnaðarins

Fram á völlinn

Grundarfjarðarbær

Fundaröð um vegamál á Vesturlandi

Grundarfjarðarbær

Bæjarstjórnarfundur

Dalabyggð

Sveitarstjórn Dalabyggðar - 181. fundur

Grundarfjarðarbær

Gjöf frá Lionsklúbbi Grundarfjarðar

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is