Forsíða
Auglýsing
Rss straumur af fréttum frá Skessuhorni
Lágnætti. Þriðji Mánadagur í Haustmánuði
Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
09. desember. 2005 04:16

Forsætisráðherra ræðir hugmyndir um 30 ára gjaldtöku til Reykjavíkur

Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra sagði í umræðum á Alþingi í gær að vel mætti hugsa sér að fjármagna framkvæmdir við hluta Sundabrautar, tvöföldum Hvalfjarðarganga og eftirstöðvar skulda Spalar með veggjaldi. Með svipuðu veggjaldi og nú er í Hvalfjarðargöngum tæki slíkt 30 ár. Þetta kom fram við aðra umræðu um frumvarp ríkisstjórnarinnar um ráðstöfun á söluandvirði Símans. Í frumvarpinu er gert ráð fyrir að verja átta milljörðum króna til lagningar Sundabrautar. Nokkur umræða hefur að undanförnu farið fram um hugsanlega gjaldtöku af umferð um brautina og hefur sú hugmynd mætt nokkurri andstöðu á Vesturlandi. Töluverð umræða hefur einnig farið fram um hugsanlega niðurfellingu veggjalds í Hvalfjarðargöngum eða afnám virðisaukaskatts af veggjaldinu.

 

 

Í ræðu Halldórs kom fram að hann og ríkisstjórnin öll hefði lagt áherslu á að séð verði fyrir endann á Sundabraut það er að verkinu verði lokið því ekki sé nægilegt að leggja hana eingöngu upp í Grafarvog. Sjá verði fyrir endann á verkinu alla leið á Kjalarnes. Nefndi hann í því sambandi að það komi fram í frumvarpinu að þar verði um einkaframkvæmd að ræða.

 

Halldór sagði að margir hafi látið sér það vaxa í augum að hluti verksins færi fram í einkaframkvæmd því það þýddi gífurlega aukningu í skattheimtu. Hann sagði framhald Sundabrautar kosta um 8 milljarða og einnig liggi fyrir að nauðsynlegt sé að tvöfalda Hvalfjarðargöng innan tíðar. Einnig standi nú eftir 4-4,5 milljarðar af núverandi Hvalfjarðargöngum. Ef allar þessar tölur væru lagðar saman væri þar um að ræða um 15 milljarðar króna. Þá fjárhæð væri hægt að endurgreiða með sömu gjaldtöku og er í Hvalfjarðargöngum í dag á um það bil 30 árum. Ef umferðin myndi aukast um 500 bíla á dag tækist að greiða framkvæmdir á 25 árum.

 

Þá nefndi ráðherrann að athuga þyrfti hvort hægt væri í einhverjum mæli að notast við svokallað skuggagjald en þá er gert ráð fyrir að ríkið greiði fyrir afnot af mannvirkinu. Þær hugmyndir hafa verið nefndar af Sturlu Böðvarssyni samgönguráðherra eins og fram hefur komið í fréttum Skessuhorns.

 

Í ræðu Halldórs kom einnig fram að hann léti liggja á milli hluta hvort innheimta veggjalda færi fram á einum stað eða tveimur. Hins vegar væri það ljóst í sínum huga að hægt væri að fara í allar þessar framkvæmdir og ljúka þeim á þeim tíma sem kemur fram í frumvarpinu með hóflegri gjaldtöku. Um væri að ræða mikið hagsmunamál íbúa höfuðborgarinnar og íbúa alls Vesturlands, Vestfjarða og Norðurlands. Hann vænti þess að tímasetningar gætu staðist þrátt fyrir umræður um staðsetningu Sundabrautar og hvernig veggjald skuli innheimt. 

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Héðan og þaðan
Framleiðnisjóður Landbúnaðarins

Fram á völlinn

Grundarfjarðarbær

Fundaröð um vegamál á Vesturlandi

Grundarfjarðarbær

Bæjarstjórnarfundur

Dalabyggð

Sveitarstjórn Dalabyggðar - 181. fundur

Grundarfjarðarbær

Gjöf frá Lionsklúbbi Grundarfjarðar

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is