Forsíða
Auglýsing
Rss straumur af fréttum frá Skessuhorni
Lágnætti. Þriðji Mánadagur í Haustmánuði
Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
12. desember. 2005 06:09

Stefnt að ferðum Strætó á Akranes eftir áramót

Þessa dagana er að ljúka gerð samnings milli Akraneskaupstaðar og Strætó um ferðir milli Akraness og Reykjavíkur. Vonast er til þess að samningurinn verði undirritaður næstu daga og að ferðir getir hafist í janúar 2006.

Að sögn Guðmundar Páls Jónssonar bæjarstjóra á Akranesi er reiknað með 81 ferð á milli staðanna á viku og er reiknað með að fyrsta ferð frá Akranesi verði um kl. 7 á morgnana og er því reiknað með því að þeir sem stunda nám og störf í höfuðborginni geti verið komnir á sinn stað fyrir kl. 8.

 

Að sögn Guðmundar Páls greiðir Akraneskaupstaður allan umframkostnað við ferðirnar og er reiknað með að það verði um 16 milljónir króna á ári. Hann segir mjög mikilvægt að þessi valkostur bjóðist íbúum. “Á þessu svæði hefur á undanförnum árum verið að myndast eitt atvinnusvæði og því mikilvægt að almenningssamgöngur fylgi þeirri þróun. Ekki síður sé nauðsynlegt að sinna þörfum þeirra sem stunda nám á milli sveitarfélaganna.” Þessu til viðbótar nefnir Guðmundur Páll hvort ekki verði hagkvæmara fyrir íbúa á Kjalarnesi að sækja framhaldsskóla á Akranes eftir að þessar samgöngur verða komnar á.

Gjald fyrir hverja ferð verður það sama og í strætó á höfuðborgarsvæðinu. Hver ferð fyrir fullorðinn kostar í dag 220 krónur en í boði eru ýmis konar afsláttarfargjöld. Þá munu þeir sem nota þessa þjónustu fá aðgang að skiptimiðakerfi Strætó.

Eins og áður sagði hefur ekki verið gengið endanlega frá samningi og meðal annars á eftir að ganga frá gildistíma hans. Rætt er um eitt eða tvö ár í því sambandi. “Þrátt fyrir að bæjarstjórn Akraness telji þennan samgöngukost af hinu góða eru það þó bæjarbúar sem ákveða framhaldið með notkun sinni. Þessi kostur er kominn til að vera, verði hann notaður.”

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Héðan og þaðan
Framleiðnisjóður Landbúnaðarins

Fram á völlinn

Grundarfjarðarbær

Fundaröð um vegamál á Vesturlandi

Grundarfjarðarbær

Bæjarstjórnarfundur

Dalabyggð

Sveitarstjórn Dalabyggðar - 181. fundur

Grundarfjarðarbær

Gjöf frá Lionsklúbbi Grundarfjarðar

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is