Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
14. desember. 2005 06:22

BORGARFJÖRÐUR: Framboðsmál byrja að taka á sig mynd

Framboðsmál í sameinuðu sveitarfélagi sem til verður í vor úr Borgarbyggð, Borgarfjarðarsveit, Hvítársíðuhreppi og Kolbeinsstaðahreppi eru nú að byrja að taka á sig mynd. Ljóst er að a.m.k. þrír listar verða í kjöri, þ.e. listi Framsóknarmanna, Sjálfstæðismanna auk sameinaðs lista vinstri flokka sem í tveimur síðustu sveitarstjórnarkosningum bauð fram í Borgarbyggð í nafni Borgarbyggðarlistans.

 

Þau pólitísku félög sem stóðu að Borgarbyggðarlistanum síðast, þ.e. Vinstri - grænir, Samfylking og óháðir hafa ályktað um að vilji er fyrir að halda áfram samstarfi fyrir kosningar í nýju sameinuðu sveitarfélagi. Oddviti Borgarbyggðarlistans, Finnbogi Rögnvaldsson staðfesti þetta í samtali við Skessuhorn. Aðspurður kvaðst hann ekki hafa gert það upp við sig hvort hann sjálfur myndi gefa kost á sér á lista fyrir næstu kosningar, en taldi það alls ekki óhugsandi. Benti hann á að hinsvegar væri það ljóst að framboðið myndi skipta um nafn í ljósi aðstæðna og að sveitarfélagið samanstæði af fjórum sveitarfélögum sem í eina sæng fara í vor.

 

Eins og fram hefur komið í fréttum hafa bæði Helga Halldórsdóttir, oddviti Sjálfstæðismanna í Borgarbyggð og Ásbjörn Sigurgeirsson bæjarstjórnarmaður ákveðið að gefa ekki kost á sér á lista fyrir næstu kosningar. Björn Bjarki Þorsteinsson í Borgarnesi sagðist aðspurður ekki vera búinn að gera það upp við sig ennþá hvort hann gæfi kost á sér, en sagði það skýrast á allra næstu dögum. Formenn sjálfstæðisfélaganna beggja megin Hvítár eru þessa dagana að ræða við menn um framboð, þeir Ingi Tryggvason norðan ár og Karvel Karvelsson á Hýrumel sunnan Hvítár. Karvel sagðist í samtali við Skessuhorn geta staðfest nöfn tveggja einstaklinga sem gefi kost á sér en tók fram að vinna við uppstillingu og samráð beggja sjálfstæðisfélaganna væri eftir um uppröðun framboðslista. Sagði hann að bæði Þórvör Embla Guðmundsdóttir og Torfi Jóhannesson væru búin að gefa vilyrði fyrir þátttöku, en Embla hefur undanfarið kjörtímabil setið í sveitarstjórn Borgarfjarðarsveitar.

 

Nokkrar breytingar eru fyrirsjáanlegar á þeim hópi fólks sem býður sig fram á lista Framsóknarflokks í héraðinu. Í síðustu kosningum var einn þverpólitískur listi sjálfkjörinn í Borgarfjarðarsveit. Í Borgarbyggð hafa bæði Kolfinna Jóhannesdóttir og Þorvaldur T Jónsson, oddviti listans ákveðið að gefa ekki kost á sér á lista í sameinuðu sveitarfélagi. Staðfestu þau það bæði i samtali við Skessuhorn. Jafnframt sagðist Þorvaldur vona að þau Finnbogi og Jenný Lind sem sitja nú í bæjarstjórn gefi áfram kost á sér þar sem slæmt væri ef allir fulltrúar listans úr þessu sveitarfélagi myndu hverfa af vettvangi stjórnmálanna á sama tíma. Þegar leitað var til framsóknarmannanna sem nú sitja í sveitarstjórn Borgarfjarðarsveitar, þeirra Sveinbjörns Eyjólfssonar oddvita og Bergs Þorgeirssonar í Reykholti, gáfu þeir báðir fremur jákvætt út á þátttöku sína til framboðs yrði eftir því sóst. “Ég er að hugsa málið og útiloka ekki framboð,” segir Bergur. Sveinbjörn hafði þetta að segja: “Ég tel líklegra en ekki að ég gefi kost á mér til áframhaldandi þátttöku í pólitík, en að sjálfsögðu ræðst það af eftirspurn fólks eftir setu hverjir veljast á listann. Ég fagna hinsvegar hverri stund sem efnisleg málefni sameiningar þessara sveitarfélaga fær í umræðunni áður en framboðsmálin taka hug manna allan.”

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Héðan og þaðan
Framleiðnisjóður Landbúnaðarins

Fram á völlinn

Grundarfjarðarbær

Fundaröð um vegamál á Vesturlandi

Grundarfjarðarbær

Bæjarstjórnarfundur

Dalabyggð

Sveitarstjórn Dalabyggðar - 181. fundur

Grundarfjarðarbær

Gjöf frá Lionsklúbbi Grundarfjarðar

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is