Forsíða
Auglýsing
Rss straumur af fréttum frá Skessuhorni
Lágnætti. Þriðji Mánadagur í Haustmánuði
Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
20. desember. 2005 09:54

Ellefu árgangar Leirárskóla hittast á ný

Ellefu árgangar nemenda úr Leirárskóla í Borgarfirði skipuleggja nú endurfund sem haldinn verður á Hótel Glym í Hvalfirði 4. mars næstkomandi. Upphaf endurfundanna má rekja til 40 ára afmælis Leirárskóla fyrir skömmu. Í framhaldinu kviknaði hugmynd að endurfundum árganga nemenda sem fæddir voru á árunum 1957-1961. Góður rómur var gerður að þessari hugmynd og var þegar hafinn undirbúningur. Það kveikti áhuga hjá fleiri árgöngum og smátt og smátt hefur árgöngum fjölgað svo nú verða saman árgangar 1951-1962 eða ellefu árgangar.

 

Samtals voru 185 nemendur í þessum árgöngum. Drengirnir voru mun fleiri eða 99 talsins eða 53,5%. Flestir voru í árgangi 1959 eða 27 nemar en í árgangi 1961 voru þeir fæstir, 9 að tölu. Undirbúningsnefnd endurfundanna hefur tekið saman búsetuskiptingu nemanna í dag. Á Akranesi búa 60 eða rúm 32%, á höfuðborgarsvæðinu búa 55 eða tæp 30% og á skólasvæðinu búa 38 eða rúm 20%, þar af eru 21 með sama heimilisfang og þegar þeir voru í skólanum. Af þessu má ráða að nemar í Leirárskóla hafa sýnt byggð sinni mikið trygglyndi. Fimm nemanna búa erlendis í dag og fjórir þeirra eru látnir.

Undirbúningsnefndin hefur opnað heimasíðu og er slóð hennar http://www.blog.central.is/leirarskoli þar sem nemendur geta fundið nánari upplýsingar um endurfundina. Þar hafa nemendur líka skrifað skilaboð sem fróðlegt og skemmtilegt er að lesa. Fer ekki á milli mála að spenningur fer hratt vaxandi og ekki að efa að mikið fjör verður þegar þessir ellefu árgangar koma saman.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Héðan og þaðan
Framleiðnisjóður Landbúnaðarins

Fram á völlinn

Grundarfjarðarbær

Fundaröð um vegamál á Vesturlandi

Grundarfjarðarbær

Bæjarstjórnarfundur

Dalabyggð

Sveitarstjórn Dalabyggðar - 181. fundur

Grundarfjarðarbær

Gjöf frá Lionsklúbbi Grundarfjarðar

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is