Forsíða
Auglýsing
Rss straumur af fréttum frá Skessuhorni
Lágnætti. Þriðji Mánadagur í Haustmánuði
Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
28. desember. 2005 03:10

Akranes tengist leiðakerfi Strætó frá áramótum

Rúmlega 80 ferðir á viku á milli Reykjavíkur og Akraness

 

Í dag voru undirritaðir samningar um almenningssamgöngur á milli Reykjavíkur og Akraness, en þessir samningar hafa verið í burðarliðnum um nokkurt skeið. Annars vegar var undirritaður samningur á milli Akraneskaupstaðar og Vegagerðarinnar um almenningssamgöngur á milli  Reykjavíkur og Akraness og felur sá samningur í sér 6 milljóna króna styrk samgönguráðuneytisins til almenningssamgangna við Akranes. Hins vegar var undirritaður samningur Akraneskaupstaðar og Strætó bs. um tengingu Akraness við leiðakerfi Strætó og munu ferðir Strætó á Akranes hefjast þegar nk. mánudag 2. janúar. Akraneskaupstaður leggur Strætó til 16 milljónir króna á ári, þannig að samanlagt fær Strætó bs. frá ríki og Akraneskaupstað 22 milljónir króna á ári til að niðurgreiða ferðir á Akranes.

 

Frá og með áramótum mun leiðakerfi  Strætó bs. tengjast Akranesi en boðið verður upp á yfir 80 ferðir á viku á milli Akraness og Reykjavíkur. "Þetta mun hafa í för með sér byltingu í samgöngumálum fyrir Skagamenn og þá sem vilja heimsækja Akranes frá Reykjavík. Um leið hættir gjaldið í Hvalfjarðargöng að vera sá farartálmi sem það hefur verið fyrir þá sem vilja heimsækja Skagann þar sem sama gjald mun gilda í Strætó, hvort heldur sem leiðin liggur á Skagann eða í Skerjafjörð, í Laugarnesið eða á Langasand," sagði Guðmundur Páll Jónsson bæjarstjóri á Akranesi í dag þegar samningarnir voru undirritaðir.

 

Sem dæmi má nefna að háskólanemar geta stundað nám í Reykjavík en búið á Akranesi; ferðin frá Akranesi að aðalbyggingu Háskóla Íslands tekur t.d. um eina klukkustund með Strætó. Skagamenn geta tekið Strætó og skroppið í bíó og heim aftur að því loknu, farið út að borða í miðborg Reykjavíkur, farið í Kringluna eða til læknis og átt vísa ferð til baka, enda er Strætó í ferðum á milli Reykjavíkur og Akraness á u.þ.b. klukkustundar fresti alla virka daga og um helgar líka.

  

Sömuleiðis geta borgarbúar stigið upp í vagninn á næstu stoppistöð og verið komnir upp á Skaga skömmu síðar. Þetta opnar ekki síst ýmsa möguleika fyrir eldri borgara á höfuðborgarsvæðinu, sem geta með Strætó átt skemmtilegan dag á Skaganum eða skroppið þangað í síðdegiskaffi fyrir 75 krónur hvora leið, á afsláttarkjörum Strætó bs. fyrir eldri borgara.  Fleiri hópar, t.d. leikskóla- og grunnskólabörn, auk almennings geta svo að sjálfsögðu  nýtt sér þessa nýju og skemmtilegu viðbót við leiðakerfi Strætó.

  

Með tilkomu Strætó verður mun auðveldara fyrir íbúa nágrannasveitarfélaga t.d. á Kjalarnesi, að nýta sér ýmsa þjónustu á Akranesi, t.d. verslun og aðra þjónustu, m.a. Fjölbrautaskólans á Akranesi og Sjúkrahúss Akraness.

  

Almennt fargjald Strætó er 220 krónur en ýmsir afsláttarmöguleikar eru í boði. Hægt er að kynna sér nánar afsláttarkjör og almenn fargjöld Strætó, ásamt leiðakerfi og öðrum gagnlegum upplýsingum á vef Strætó bs., www.straeto.is, en hin nýja leið á Akranes verður sett þar inn og kynnt nánar á næstu dögum. 

 

Viðstaddir undirritun samninganna voru m.a. fulltrúar Vegagerðarinnar, Strætó bs., Sturla Böðvarsson, samgönguráðherra og bæjarfulltrúar á Akranesi. 

 

Nánar verður sagt frá þessu í Skessuhorni sem kemur út 4. janúar.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Héðan og þaðan
Framleiðnisjóður Landbúnaðarins

Fram á völlinn

Grundarfjarðarbær

Fundaröð um vegamál á Vesturlandi

Grundarfjarðarbær

Bæjarstjórnarfundur

Dalabyggð

Sveitarstjórn Dalabyggðar - 181. fundur

Grundarfjarðarbær

Gjöf frá Lionsklúbbi Grundarfjarðar

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is