Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
28. desember. 2005 04:01

Fasteignamat hækkar um 30% á Akranesi og í Borgarnesi

Yfirfasteignamatsnefnd hefur ákveðið fasteignamat fyrir næsta ár. Mest hækkar mat á sérbýli á höfuðborgarsvæðinu eða um 35%. Í nokkrum sveitarfélögum á Vesturlandi hækkar sérbýli um 30%. Þessi hækkun hefur í för með sér að álögur aukast á húseigendur á Akranesi og í Borgarnesi þrátt fyrir lækkun gjaldstofna á Akranesi. Af sveitarfélögum á Vesturlandi má nefna að fasteignamat sérbýlis hækkar um 30% á Akranesi og í Borgarnesi. Sama hækkun verður á sérbýli í þéttbýli í Hvalfjarðarstrandarhreppi, Skilmannahreppi og í Innri - Akraneshreppi. Matsverð fjölbýlishúsa hækkar um 20% á Akranesi, í Borgarnesi, Hvalfjarðarstrandarhreppi, Skilmannahreppi og í Innri-Akraneshreppi. Matsverð íbúðarhúsa í Grundarfirði, Stykkishólmi og í þéttbýli í Snæfellsbæ hækkar um 15%. Þá hækkar matsverð í Búðardal um 5%.

 

Þá hækkar matsverð atvinnuhúsa og lóða þeirra á Akranesi og í Borgarnesi um 20% á milli ára.  

Á öðrum stöðum hækkar matsverð íbúðarhúsnæðis um 10% og atvinnuhúsnæðis um 5%.

 

Eins og fram kom í fréttum Skessuhorns var töluverð umræða í bæjarstjórn Akraness við gerð fjárhagsáætlunar ársins 2006 vegna mikillar hækkunnar fasteignamats liðinna ára. Gjaldstofn fasteignagjalda hefur ekki lækkað til samræmis og hafa því álögur á fasteignaeigendur hækkað mjög. Að tillögu meirihluta bæjarstjórnar var samþykkt að lækka gjaldstofninn fasteignaskatts úr 0,431% í 0,394%. Minnihluti bæjarstjórnar vildi hins vegar lækka stofninn í 0,36%. Meirihluti bæjarstjórnar lét hins vegar bóka að þegar niðurstaða yfirfasteignamatsnefndar lægu fyrir yrði skoðað hvort gerðar verði frekari breytingar til lækkunar á álagningarstofni íbúðarhúsnæðis. Hækkunin nú um 30% er nokkru meiri en margir bjuggust við og því kemur væntanlega til kasta bæjarstjórnar að fjalla um álagningarstofninn að nýju því í raun eru álögur á húseigendur að aukast mikið þrátt fyrir lækkun gjaldstofnsins.

Með hækkun fasteignamatsins nú á Akranesi hefur fasteignamat sérbýlis hækkað um rúm 93% frá árinu 2002. Eigandi einbýlishúss sem var 15 milljónir að fasteignamati árið 2002 greiddi þá 94.650 krónur í fasteignaskatt og holræsagjöld en greiðir eftir síðustu breytingar á fasteignamatinu 172.200 krónur eða um 82% hærri upphæð en á árinu 2002. Á sama tíma hafa laun til dæmis aðeins hækkað um brot af þeirri upphæð. Ráðstöfunartekjur íbúðareigenda á Akranesi hafa því lækkað nokkuð vegna hækkunnar fasteignamats.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Héðan og þaðan
Framleiðnisjóður Landbúnaðarins

Fram á völlinn

Grundarfjarðarbær

Fundaröð um vegamál á Vesturlandi

Grundarfjarðarbær

Bæjarstjórnarfundur

Dalabyggð

Sveitarstjórn Dalabyggðar - 181. fundur

Grundarfjarðarbær

Gjöf frá Lionsklúbbi Grundarfjarðar

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is