Forsíða
Auglýsing
Rss straumur af fréttum frá Skessuhorni
Lágnætti. Fjórði Þórsdagur í Haustmánuði
Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
02. janúar. 2006 10:33

25 ára UMSB sundmet fellur

Þórkatla Dagný Þórarinsdóttir, 12 ára bætti 25 ára gamalt UMSB met í 400 m bringusundi á Gamlársdagsmóti Skallagríms. Tími hennar var 6:55,6 mín og setti hún um leið met í meyja,- telpna og stúlknaflokkum. Bætti hún fyrra héraðsmet hressilega en það var 7:22,7 mín sett árið 1980. Handhafi þess var Steinunn Ágústa Einarsdóttir frá Neðri- Hrepp. Þórkatla setti tvö UMSB aldursflokkamet í sundi á jólamóti Ægis sem fram fór í sundhöllinni í Laugardal 17. desember sl.  Þórkatla Dagný synti 50 m bringusund á 40,81 sek sem er UMSB meyjamet (11-12 ára) og einnig telpnamet (13-14 ára). Fyrra meyjametið, 42,2 sek átti hún sjálf frá því í vor. Handhafi telpnametsins sem var 41,4 sek. var Sigríður Dögg Auðunsdóttir en það var sett 1986.

 

Á Gamlársdagsmótinu bætti Jón Ingi Sigurðsson, 10 ára, hnokkamet UMSB í 400 m skriðsundi er hann synti á 7:07,4 mín. Fyrra met ,7:15,5 mín var sett 1983 en það átti föðurbróðir hans Björn Haukur Einarsson frá Neðri Hrepp. Jón Ingi setti einnig hnokka,- sveina- og drengjamet í 400 m bringusundi er hann synti á 7:51,8 mín.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is