Forsíða
Auglýsing
Rss straumur af fréttum frá Skessuhorni
Lágnætti. Fjórði Þórsdagur í Haustmánuði
Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
03. janúar. 2006 11:38

Hundruð vegfarenda töfðust að óþörfu

Svo virðist sem töluverðir hnökrar hafi verið á umferðarstjórn í kjölfar umferðarslyss sem varð á Kjalarnesi síðdegis í gær. Hvalfjarðargöngin voru lokuð í einn og hálfan klukkutíma þegar auðveldlega hefði mátt beina umferð um Kjósarskarð. Tilkynning um óhappið var lesin of seint í kvöldfréttatíma Ríkisútvarpsins að mati fréttastjóra þess. Frá málinu var þó sagt í síðdegisþætti Rásar 2.

 

 

Það var klukkan rúmlega fimm síðdegis í gær sem tilkynning barst til lögreglu um umferðarslys á þjóðvegi 1 á Kjalarnesi. Fólksbíll og jeppi skullu þar saman og valt jeppinn en fólksbíllinn endaði fyrir utan veg. Lögreglan á Akranesi kom fyrst á vettvang og kl. 17.15 óskaði hún eftir því að Hvalfjarðargöngum yrði lokað. Einnig var umferð stöðvuð sunnan við slysstaðinn. Þegar lögreglan í Reykjavík kom á slysstað tók hún við stjórn á vettvangi.

 

Sem von er mynduðust miklar raðir bíla annars vegar frá gjaldskýli Hvalfjarðarganga og hins vegar sunnan slysstaðarins enda mesti umferðartími dagsins. Vegfarendur sem haft hafa samband við Skessuhorn kvarta undan hversu seint umferð var beint um Kjósarskarð sem fært var á þessum tíma. Einnig er nefnt að tilkynning um slysið hafi birst mjög seint í Ríkisútvarpinu sem hefur öryggishlutverki að gegna.

 

Umferðarþjónusta Vegagerðarinnar sendi út tilkynningu til fjölmiðla um lokun vegarins kl. 17.24. Í henni segir að Kjalarnesi verði lokað tímabundið vegna umferðaróhapps. Tilkynning um lokunina var hins vegar ekki lesin í Ríkisútvarpinu fyrr en töluvert var liðið á aðalfréttatíma þess sem hófst kl. 18. Var því nærri ein klukkustund liðin frá því að tilkynningin barst fréttastofunni. Óðinn Jónsson fréttastjóri Ríkisútvarpsins segir að tilkynningin um lokun vegarins hafi verið lesin of seint að sínu mati og hann hafi gert athugasemdir við það mál. Eðlilegra hefði verið að segja frá málinu í upphafi fréttatímans kl.18. Hann segir hins vegar að sagt hafi verið frá lokuninni í síðdegisþætti Rásar 2 skömmu eftir að tilkynning Vegagerðarinnar barst.  

 

Eins og áður sagði má beina umferð um Kjósarskarð þegar vegur lokast á Kjalarnesi. Ekki fengust upplýsingar um það hjá Lögreglunni í Reykjavík hvers vegna umferð var ekki beint um þann veg fyrr en raunin var. Samkvæmt heimildum Skessuhorns var einhverjum vegfarendum sem biðu sunnan slysstaðarins bent á að fara Kjósarskarð en um slíkt var ekki að ræða norðan ganga.

 

Þórarinn Helgason starfsmaður Spalar segir mikinn fjölda bíla hafa beðið norðan við göngin. „Þetta var ös í líkingu við það sem við sáum á upphafsdögum ganganna. Við veltum því óneitanlega fyrir okkur hvers vegna umferð var ekki beint mun fyrr um Kjósarskarð en að sjálfsögðu hlýtum við fyrirmælum lögreglu. Að mínu mati eru einhverjir hnökrar á skipulagi umferðarstjórnunar þegar svona atburðir eiga sér stað“ segir Þórarinn. Umferð að norðan um göngin var loks heimil kl. 19.15 og höfðu því sumir vegfarendur beðið í tæpa tvo tíma.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is