Forsíða
Auglýsing
Rss straumur af fréttum frá Skessuhorni
Lágnætti. Þriðji Mánadagur í Haustmánuði
Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
03. janúar. 2006 03:30

Akranes verði lykilembætti í stað Borgarness

Embætti lögreglustjórans á Akranesi verður lykilembætti en ekki embættið í Borgarnesi eins og tillögur höfðu verið gerðar um. Þá mun lögreglan í Búðardal flytjast undir embættið í Borgarnesi. Þetta kom fram í tillögum sem Björn Bjarnason dómsmálaráðherra kynnti á ríkisstjórnarfundi í morgun.

Sem kunnugt er lagði nefnd um nýskipan lögreglumála það til í haust að embætti lögreglustjórans í Borgarnesi yrði svokallað lykilembætti. Jafnframt yrði stofnuð þar rannsóknardeild en rannsóknardeild sem starfað hefur um áratuga skeið á Akranesi yrði jafnframt lögð niður.

 

Eins og fram kom í fréttum Skessuhorns féllu tillögur þessar í grýttan jarðveg hjá sýslumanninum á Akranesi og einnig tók bæjarstjórn Akraness undir gagnrýni sýslumannsins. Að loknum kynningarfundum nefndarinnar lagði hún til við dómsmálaráðherra að embættið á Akranesi yrði lykilembætti í stað Borgarness og hefur hann því fallist á þá tillögu.

Í upphaflegum tillögum nefndarinnar var gert einnig gert ráð fyrir því að lögreglustjórn í Búðardal og Hólmavík færðist undir embættið í Borgarnesi svo og löggæsla í Reykhólahreppi. Nefndin féll síðar frá þessari tillögu sinni og nú leggur dómsmálaráðherra til að Hólmavík og Reykhólahreppur falli undir embættið á Ísafirði en Búðardalur falli undir embættið í Borgarnesi eins og áður var lagt til. Í Stykkishómi verður áfram embætti lögreglustjóra.

Þá er einnig lagt til að lítil sýslumannsembætti verði efld með flutningi verkefna og starfa frá ráðuneytum og stofnunum til embættanna og þegar hafi verið lögð drög að slíkum flutningi. Má þar nefna flutning innheimtumiðstöðvar sekta og sakarkostnaðar til Blönduóss.

Í fréttatilkynningu frá dómsmálaráðuneytinu kemur fram að frumvarp til breytinga á lögreglulögum verði lagt fram á vorþingi.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Héðan og þaðan
Framleiðnisjóður Landbúnaðarins

Fram á völlinn

Grundarfjarðarbær

Fundaröð um vegamál á Vesturlandi

Grundarfjarðarbær

Bæjarstjórnarfundur

Dalabyggð

Sveitarstjórn Dalabyggðar - 181. fundur

Grundarfjarðarbær

Gjöf frá Lionsklúbbi Grundarfjarðar

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is