Forsíða
Auglýsing
Rss straumur af fréttum frá Skessuhorni
Lágnætti. Þriðji Mánadagur í Haustmánuði
Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
04. janúar. 2006 10:39

Konráð Andrésson kosinn Vestlendingur ársins 2005

Vestlendingur árins 2005 er Konráð Andrésson, stjórnarformaður og stofnandi Loftorku í Borgarnesi ehf. Það voru lesendur Skessuhorns og www.skessuhorn.is sem völdu Konráð en alls voru um 40 manns tilnefndir. Fyrirtæki Konráðs, Loftorka í Borgarnesi hefur á undanförnum árum og áratugum vaxið og dafnað undir hans stjórn og er í dag stærsti vinnustaðurinn í Borgarbyggð og stærsta verktakafyrirtækið í landshlutanum. Það veitir um 200 manns atvinnu, verkefnastaða er góð og afkoman einnig þrátt fyrir miklar fjárfestingar á nýliðnum árum. Konráð hefur nú dregið sig í hlé frá daglegri stjórnun í fyrirtækinu en vinnur þar engu að síður fullan vinnudag 6 daga vikunnar þó kominn sé á áttræðisaldur. Þeir sem tilnefndu Konráð nefndu einkanlega það hversu farsæll og þrautseigur frumkvöðull og stjórnandi Konráð hafi alla tíð verið. Skessuhorn óskar Konráði og fjölskyldu hans innilega til hamingju með sæmdarheitið Vestlendingur ársins.

 

Í öðru sæti varð Runólfur Ágústsson, rektor Viðskiptaháskólans á Bifröst. Þetta er í annað skipti sem Runólfur “skorar hátt,” í þessari kosningu því hann var kosinn Vestlendingur ársins 2002. Flestir þeir sem tilnefndu Runólf vilja þakka honum djarfa en árangursríka uppbyggingu Viðskiptaháskólans á Bifröst. Runólfur hefur frá því hann tók við rektorsstöðu á Bifröst sýnt framsýni, kraft og áræði sem leitt hefur til þess að á örfáum árum er í Norðurárdal risið eitt öflugasta þekkingarsamfélag hérlendis með rannsókna- og þekkingarsetri í fremstu röð.

Í þriðja sæti varð Skagamaðurinn Jakob Baldursson, kraflyftingamaður, eða Skaga-Kobbi eins og hann er oft kallaður. Hann þríbætti bekkpressumet í kraflyftingum á árinu og er nú með 6. besta árangur í heiminum í sinni grein.

Í fjórða sæti fast á hæla Jakobs varð Guðbjartur Hannesson, skólastjóri Grundaskóla á Akranesi. Guðbjartur hefur verið skólastjóri Grundaskóla frá upphafi. Á árinu hlotnaðist skólanum sá heiður að hljóta Íslensku menntaverðlaunin og í haust sýndi elsta deild skólans mikið þrekvirki með uppfærslu gaman- og söngleiksins Hunangsflugur og Villikettir.

Í 5. til 12. sæti, með svipað mörg atkvæði, urðu eftirtaldir aðilar í stafrófsröð:

 

Ejub Purejevic, knattspyrnuþjálfari hjá Víkingi.

Eva Karen Þórðardóttir, dansþjálfari í Borgarfirði.

Gísli Einarsson, frétta- og dagskrárgerðarmaður.

Haukur Þórðarson, kennari í Lýsuhólsskóla.

Ragnar Skúlason, stjórnandi Fiðlusveitar Akraness.

Sesselja Pálsdóttir, Stykkishólmi.

Sæmundur Sigmundsson, fv. sérleyfishafi í Borgarnesi.

Vilhjálmur Birgisson, formaður VLFA.

 

 

Skessuhorn óskar öllu þessu ágæta fólki til hamingju. Rætt er við Konráð í Skessuhorni sem kemur út í dag.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Héðan og þaðan
Framleiðnisjóður Landbúnaðarins

Fram á völlinn

Grundarfjarðarbær

Fundaröð um vegamál á Vesturlandi

Grundarfjarðarbær

Bæjarstjórnarfundur

Dalabyggð

Sveitarstjórn Dalabyggðar - 181. fundur

Grundarfjarðarbær

Gjöf frá Lionsklúbbi Grundarfjarðar

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is