Forsíða
Auglýsing
Rss straumur af fréttum frá Skessuhorni
Lágnætti. Fjórði Þórsdagur í Haustmánuði
Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
04. janúar. 2006 09:15

Fasteignamat hækkar um 30% á Akranesi og í Borgarnesi

Yfirfasteignamatsnefnd hefur ákveðið fasteignamat fyrir næsta ár. Mest hækkar mat á sérbýli á höfuðborgarsvæðinu eða um 35%. Í nokkrum sveitarfélögum á Vesturlandi hækkar sérbýli um 30%. Þessi hækkun hefur í för með sér að álögur aukast á húseigendur á Akranesi og í Borgarnesi þrátt fyrir lækkun gjaldstofna á Akranesi.  Af sveitarfélögum á Vesturlandi má nefna að fasteignamat sérbýlis hækkar um 30% á Akranesi og í Borgarnesi. Sama hækkun verður á sérbýli í þéttbýli í Hvalfjarðarstrandarhreppi, Skilmannahreppi og í Innri - Akraneshreppi. Matsverð fjölbýlishúsa hækkar um 20% á Akranesi, í Borgarnesi, Hvalfjarðarstrandarhreppi, Skilmannahreppi og í Innri-Akraneshreppi. Matsverð íbúðarhúsa í Grundarfirði, Stykkishólmi og í þéttbýli í Snæfellsbæ hækkar um 15%. Þá hækkar matsverð í Búðardal um 5%.

 

Þá hækkar matsverð atvinnuhúsa og lóða þeirra á Akranesi og í Borgarnesi um 20% á milli ára. 

Á öðrum stöðum hækkar matsverð íbúðarhúsnæðis um 10% og atvinnuhúsnæðis um 5%.

Eins og fram kom í fréttum Skessuhorns var töluverð umræða í bæjarstjórn Akraness við gerð fjárhagsáætlunar ársins 2006 vegna mikillar hækkunnar fasteignamats liðinna ára. Gjaldstofn fasteignagjalda hefur ekki lækkað til samræmis og hafa því álögur á fasteignaeigendur hækkað mjög. Að tillögu meirihluta bæjarstjórnar var samþykkt að lækka gjaldstofninn fasteignaskatts úr 0,431% í 0,394%. Minnihluti bæjarstjórnar vildi hins vegar lækka stofninn í 0,36%. Meirihluti bæjarstjórnar lét hins vegar bóka að þegar niðurstaða yfirfasteignamatsnefndar lægu fyrir yrði skoðað hvort gerðar verði frekari breytingar til lækkunar á álagningarstofni íbúðarhúsnæðis. Hækkunin nú um 30% er nokkru meiri en margir bjuggust við og því kemur væntanlega til kasta bæjarstjórnar að fjalla um álagningarstofninn að nýju því í raun eru álögur á húseigendur að aukast mikið þrátt fyrir lækkun gjaldstofnsins.

Með hækkun fasteignamatsins nú á Akranesi hefur fasteignamat sérbýlis hækkað um rúm 93% frá árinu 2002. Eigandi einbýlishúss sem var 15 milljónir að fasteignamati árið 2002 greiddi þá 94.650 krónur í fasteignaskatt og holræsagjöld en greiðir eftir síðustu breytingar á fasteignamatinu 172.200 krónur eða um 82% hærri upphæð en á árinu 2002. Frá því í janúar 2002 og þar til í nóvember 2005 hækkaði launavísitala um 21,2%. Ráðstöfunartekjur íbúðareigenda á Akranesi hafa því samkvæmt því lækkað til muna.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is