Forsíða
Auglýsing
Rss straumur af fréttum frá Skessuhorni
Lágnætti. Fjórði Þórsdagur í Haustmánuði
Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
04. janúar. 2006 09:32

Met í fjölda fæðinga á SHA síðan 1973 fallið

227 börn fæddust á fæðingadeild Sjúkrahúss Akraness á nýliðnu ári, 127 sveinbörn og 100 meybörn. Þar með er fæðingamet síðan árið 1973 fallið en þá fæddust 226 börn á deildinni. Þess má geta að samkvæmt bráðabirgðatölum Hagstofunnar um mannfjöldaaukningu á Vesturlandi þá hefur Vestlendingum fjölgað um rúm 3% á þessu ári. En konur sem velja að fæða börn sín á Akranesi koma ekki endilega af Akranesi. Um 20% fæðinga eru hjá konum sem eiga búsetu utan Vesturlandskjördæmis. Hróður fæðingadeildar SHA hefur spurst út og færist í vöxt að konur velji að njóta atlætis á nýlegri deild með úrvali af reyndu starfsfólki og aðstæðum sem vart gerast betri.

 

Anna Björnsdóttir, deildarstjóri fæðingadeildar SHA segir margt hafa breyst síðan árið 1973 þegar fyrra fæðingamet var sett. Hún segir að árið 1973 hafi verið algjör bomba, aukning um 30% í fæðingum frá því árinu á undan. Á þessum tíma voru tæplega helmingi færri ljósmæður starfandi á deildinni en eru í dag og stóðu þær bakvaktir til skiptis.

 

Þó fæðingar hafi aldrei verið fleiri á Sjúkrahúsi Akraness þá hefur keisaraskurðum fækkað um 6% ef borið er saman við árið 2004 sem telst góður árangur og segir Anna ástæðu þess vera að mestu leyti góð aðhlynning og aðstaða á meðan á meðgöngu og fæðingu stendur.

 

Nýja fæðingadeildin algjör bylting

Ný fæðingadeild Sjúkrahúss Akraness var tekin í notkun 30. apríl 2004. Starfsfólk deildarinnar segir nýju aðstöðuna vera algjöra byltingu. Í stað einnar fjögurra manna stofu eru nú fjórar tveggja manna stofur, einbýli og svíta og hafa allar legukonur eigin salernis- og snyrtiaðstöðu. Fæðingastofurnar eru nú tvær. Á deildinni er heitur pottur ef konur kjósa að fæða í vatni, herbergi er fyrir ómskoðun og eftirlit auk biðherbergis. Á deildinni eru starfandi tveir læknar, 10 ljósmæður í 6,7 stöðugildum auk sjúkraliða. Ásamt kvensjúkdómadeild sinnir fæðingadeildin öllu sem viðkemur meðgöngu, fæðingu og sængurlegu.  Þess að auki sinnir deildin allri almennri göngudeildarþjónustu þar sem verðandi og nýorðnar mæður get leitað aðstoðar með allt sem tengist meðgöngu, fæðingar og umönnunarferlinu, hvort sem það telst líkamlegt eða andlegt. Notkun á þessarri þjónustu hefur aukist síðasta ár um 20%.

 

“Ríflega 20% þeirra sem hér fæða koma af höfuðborgarsvæðinu og er það auðvitað mjög jákvætt fyrir okkur. Við viljum að allt gangi fyrir sig hér á sem náttúrulegastan hátt. Við höfum nýjan heitan pott sem er mikið nýttur, þá fyrir verkjastillingu í vatni, og hefur hann nýst mjög vel. Í raun mega konur fæða allsstaðar á landinu, sama hvar þær hafa sótt meðgönguþjónustu fyrr á meðgöngunni,” bætir Anna við. 

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is