Forsíða
Auglýsing
Rss straumur af fréttum frá Skessuhorni
Lágnætti. Fjórði Þórsdagur í Haustmánuði
Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
04. janúar. 2006 04:30

Fjölgun íbúa á Snæfellsnesi sérstaklega ánægjuleg

Kristinn Jónasson bæjarstjóri Snæfellsbæjar segir fjölgun íbúa á Vesturlandi á síðasta ári afar ánægjulega og sérstaklega þá fjölgun sem varð á Snæfellsnesi. Eins og fram kemur í frétt Skessuhorns í dag fjölgaði íbúum á Vesturlandi á milli ára um 445 og íbúum Snæfellsbæjar fjölgaði um 29. Kristinn segir þessa fjölgun rökrétt framhald af því sem gerst hefur á svæðinu á undanförnum árum. Í því sambandi nefnir hann stofnun Fjölbrautaskóla Snæfellinga. “Stofnun skólans hefur gert það að verkum og fjölskyldum er gert auðveldara að búa hér áfram þegar börn komast á framhaldsskólaaldur. Í upphafi var gert ráð fyrir að nemendur í skólanum yrðu 170 haustið 2006 og þá yrði hann fullsetinn. Í dag eru 235 nemendur í dagskóla,” segir Kristinn.

 

Þá nefnir Kristinn öflugt atvinnulíf sem eina ástæðu fjölgunar íbúa. “Atvinnulíf í Snæfellsbæ er mjög öflugt og það er frumforsenda þess að fólk vilji búa á svæðinu. Þá má heldur ekki gleyma því að samgöngur eru alltaf að verða betri og betri. Sá þáttur í búsetu er mjög mikilvægur en því miður oft vanmetinn. Nútíminn krefst þess að samgöngur séu greiðar og fólk eigi auðvelt með að koma á milli svæða og hægt sé að treysta á vegakerfið þegar veður leyfir. Auk þess hefur Snæfellsbær lagt ríka áherslu á að sú þjónusta sem sveitarfélagið býður upp á sé eins og hún gerist best þó alltaf megi gera betur,” segir Kristinn að lokum.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is