Forsíða
Auglýsing
Rss straumur af fréttum frá Skessuhorni
Lágnætti. Þriðji Mánadagur í Haustmánuði
Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
05. janúar. 2006 08:24

Sýslumaðurinn á Akranesi ánægður með lykilembættið

 

Ólafur Þór Hauksson sýslumaður á Akranesi er ánægður með þær breytingar sem Björn Bjarnason dómsmálaráðherra kynnti í gær á tillögum um nýskipan lögreglumála. Eins og fram kom í frétt Skessuhorns í gær verður sýslumannsembættið á Akranesi svokallað lykilembætti í stað Borgarness, eins og upphaflegar var lagt til. Dómsmálaráðherra mun á vorþingi leggja fram frumvarp til breytinga á lögreglulögum.

 

Þegar upphaflegar tillögur nefndar um nýskipan lögreglumála voru kynntar í haust gagnrýndi Ólafur Þór þær og taldi rétt að lykilembættið yrði á Akranesi meðal annars vegna rannsóknardeildarinnar sem þar hefði starfað um áratuga skeið. Á heimasíðu sinni lýsir Björn Bjarnason ástæðum þess, að hann leggur til að Akranes verði lykilembætti en ekki Borgarnes, svo: „Ástæðuna fyrir því að ég valdi Akranes skýrði ég fyrir Páli sveitarstjóra(Páll Brynjarsson bæjarstjóri Borgarbyggðar-innsk. blm) og samstarfsfólki hans á fundi í ráðuneytinu, en rök mín eru þau, að löng og góð reynsla er af rannsókn lögreglumála á Akranesi, en lykilembætti gegna einmitt lykilhlutverki á því sviði. Taldi ég, að sú efnislega ástæða ætti að vega þyngra en lega Borgarness.“

 

Ólafur Þór segir að frá því að upphaflegar tillögur nefndarinnar lágu fyrir hafi hann kynnt sjónarmið sín fyrir nefndarmönnum. Hann hafi lagt áherslu á að endanleg ákvörðun yrði tekin á faglegum grunni og að sínu mati hafi það orðið niðurstaðan. Nefndin og síðar ráðherra hafi fallist á þau rök að ekki væri ástæða til að hrófla við þeirri starfsemi sem byggð hefur verið upp hjá embættinu á Akranesi á undanförnum áratugum. Hann vonast til þess að frumvarp ráðherra nái fram að ganga á vorþingi. „Við sem störfum hjá lögreglustjóraembættinu á Akranesi erum reiðubúin til þjónustu við önnur embætti á Vesturlandi sem lykilembætti og vonumst eftir góðu samstarfi við starfsfólk annarra embætta, sveitastjórnir sem og íbúa alla“ segir Ólafur Þór.

 

Aðspurður hvort þessar breytingar nú séu fyrirboði frekari breytinga á skipulagi sýslumannsembættanna til dæmis í þá átt að þeim fækki vill hann ekkert segja til um. „Það hefur mikil umræða farið fram um þessi mál á liðnum árum. Að mínu mati eru flestir sýslumenn búnir undir það að með tíð og tíma verði einhverjar breytingar gerðar á skipulagi embættanna. Hverjar þær verða og hversu hratt þær gerast treysti ég mér ekki til að segja til um“ segir Ólafur Þór.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Héðan og þaðan
Framleiðnisjóður Landbúnaðarins

Fram á völlinn

Grundarfjarðarbær

Fundaröð um vegamál á Vesturlandi

Grundarfjarðarbær

Bæjarstjórnarfundur

Dalabyggð

Sveitarstjórn Dalabyggðar - 181. fundur

Grundarfjarðarbær

Gjöf frá Lionsklúbbi Grundarfjarðar

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is