Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
05. janúar. 2006 10:00

„Öllum faglegum rökum snúið á haus“ segir sýslumaðurinn í Borgarnesi

 

Stefán Skarphéðinsson sýslumaður í Borgarnesi er afar ósáttur við þá ákvörðun dómsmálaráðherra að fara að breyttum tillögum nefndar um nýskipan lögreglumála, sem kynnt var í gær. Nú er gert ráð fyrir að embætti lögreglustjórans á Akranesi verði svokallað lykilembætti en ekki embættið í Borgarnesi eins og nefndin lagði upphaflega til. Hann segir málafjölda embættisins í Borgarnesi á undanförnum árum miklu meiri en á Akranesi.

 

Stefán segir að í skýrslu verkefnisstjórnar um nýskipan lögreglumála frá því í janúar 2005 hafi komið fram að horfa þurfi til landfræðilegra þátta og samgangna þegar gerðar eru tillögur um ný lögregluumdæmi. Einnig hafi komið fram að fjöldi íbúa sé á engan hátt einhlítur mælikvarði sem leggja eigi til grundvallar heldur þurfi að taka tillit til fleiri þátta eins og mikillar umferðar í kringum ferðamannastaði og í sumarbústaðarbyggðum. Á þessi rök hafi framkvæmdanefnd síðan fallist með áliti sínu frá því í október. Sú niðurstaða hafi fengist eftir miklar umræður meðal annars innan Sýslumannafélagsins og Landsambands lögreglumanna.

 

„Eftir að tillögur framkvæmdanefndarinnar lágu fyrir fór hins vegar í gang mjög undarlega rökræða og samanburður milli embættanna í Borgarnesi og á Akranesi. Af þeirri umræðu mátti skilja að höfuðmálið væri starf rannsóknardeildarinnar á Akranesi, sem skipuð er einum lögreglumanni. Af umræðunni mátti skilja að málafjöldi frá Akranesi væri til muna meiri en frá öðrum stöðum. Slíkt er fjarri sanni eins og tölur frá Héraðsdómi Vesturlands sýna. Frá árinu 2000 hafa komið samtals 3.051 mál til Héraðsdóms Vesturlands þar af 832 ákærumál og 2.219 sektarboðsmál. Af þessum 3.051 máli komu 1.344 mál frá Sýslumannsembættinu í Borgarnesi en aðeins 831 frá embættinu á Akranesi. Ákærumálin frá Borgarnesi voru á þessum árum 300 en 200 á sama tíma frá Akranesi. Af þessum málafjölda má sjá að mestur þungi rannsóknarstarfa er í Borgarnesi. Því er fráleitt að gera starf rannsóknardeildarinnar á Akranesi að aðalmáli. Staðreyndin er sú að hjá lögreglunni í Borgarnesi er til staðar mikil þekking í rannsóknum mála enda hafa sex menn sinnt þeim rannsóknum. Fjárveitingar hafa hins vegar aldrei fengist fyrir sérstakri stöðu rannsóknarlögreglumanns í Borgarnesi“ segir Stefán.

 

Hann bendir einnig á að innan embættisins í Borgarnesi hafi með árunum skapast sérþekking af ýmsu tagi svo sem við hálendiseftirlit og veiðieftirlit.

 

Stefán vill ekki segja til um hvað hafi ráðið úrslitum um breytta afstöðu nefndarinnar. Hann voni hins vegar að þar hafi ekki ráðið álit manna á þeim persónum sem skipa umrædd embætti í dag.

 

Aðspurður hvort hann telji líkur á að málið breytist í meðförum Alþingis vill Stefán ekki spá um. „Ég vona hins vegar að þau faglegu rök sem sett voru í upphafi verði höfð að leiðarljósi í meðförum Alþingis. Slíkt hefur ekki verið gert við þá ákvörðun sem kynnt var í gær“ segir Stefán Skarphéðinsson sýslumaður að lokum.

 

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is