Forsíða
Auglýsing
Rss straumur af fréttum frá Skessuhorni
Lágnætti. Fjórði Þórsdagur í Haustmánuði
Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
06. janúar. 2006 08:50

Harmar vanstillt viðbrögð í garð ráðherra og Akurnesinga

Bæjarráð Akraness harmar, það sem ráðið kallar, vanstillt viðbrögð í garð Akurnesinga og dómsmálaráðherra vegna ákvörðunar um að lögreglustjóraembættið á Akranesi verði eitt svokallaðra lykilembætta í stað embættisins í Borgarnesi. Þetta kom fram í ályktun sem ráðið samþykkti á fundi í gær. Svo virðist því sem nýskipan lögreglumála sé að verða mikið deilumál milli þessara nágrannasveitarfélaga.

 

 

Orðrétt hljóðar bókunin svo: „Bæjarráð Akraness lýsir yfir ánægju sinni með tillögur dómsmálaráðherra um nýskipan lögreglumála á Vesturlandi, en þar er gert er ráð fyrir að á Akranesi verði lykilembætti lögreglu á svæðinu.

 

Bæjarráð fagnar því að undibúningsnefndin sem vann tillögurnar skuli hafa fallist á ábendingar og rökstuðning bæjarfulltrúa Akurnesinga sem m.a. komu fram á kynningarfundi með nefndinni í nóvember síðastliðnum. Á þeim fundi var skýrt tekið fram af talsmanni nefndarinnar að ekki væri um endanlegar niðurstöður að ræða, heldur tillögur til umræðu sem gætu tekið breytingum að kynningarfundum loknum.

 

Bæjarráð harmar hin vanstilltu viðbrögð sem orðið hafa í garð Akurnesinga og dómsmálaráðherra, en hann byggði sínar niðurstöður á tillögum nefndarinnar eftir að hún hafði haldið kynningarfundi um málið.

 

Bæjarráð lýsir yfir þeirri von sinni að um löggæslumál á Vesturlandi myndist sátt sem verði til þess að efla og styrkja löggæslu á svæðinu í heild sinni.“

 

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is