Forsíða
Auglýsing
Rss straumur af fréttum frá Skessuhorni
Lágnætti. Fjórði Þórsdagur í Haustmánuði
Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
10. janúar. 2006 06:42

Fundað með forsvarsmönnum Menntaskóla Borgarfjarðar fljótlega

Aðstoðarmaður menntamálaráðherra segir að fundað verði með forsvarsmönnum fyrirhugaðs Menntaskóla Borgarfjarðar fjótlega. Sem kunnugt er hefur undirbúningur að stofnun skólans staðið um nokkurt skeið. Ætlunin er að hann verði einkarekinn, þriggja ára skóli og vonast var til að hann gæti tekið til starfa næsta haust. Skólinn er samstarfsverkefni Borgarbyggðar, Borgarfjarðarsveitar, Viðskiptaháskólans á Bifröst og Landbúnaðarháskóla Íslands á Hvanneyri. Vinna við námsskrá skólans, húsnæði og fjármögnun er á lokastigi eins og greint var frá í frétt Skessuhorns í síðasta mánuði.

 

Fyrir nokkru sendi undirbúningshópur að stofnun skólans umsókn til Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur menntamálaráðherra um stofnun skólans. Svar hefur ekki borist. Steingrímur Sigurgeirsson aðstoðarmaður ráðherra segir erindi undirbúningshópsins hafa verið til skoðunar í ráðuneytinu undanfarið og fljótlega verði fundað með undirbúningshópnum. Aðspurður segir Steingrímur málið flókið og því taki tíma að fara yfir allar hliðar þess.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is