Forsíða
Auglýsing
Rss straumur af fréttum frá Skessuhorni
Lágnætti. Þriðji Mánadagur í Haustmánuði
Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
11. janúar. 2006 01:30

Álagningarstofnar lækkaðir enn frekar vegna hækkunar fasteignamats

Meirihluti bæjarstjórnar Akraness lagði á fundi bæjarstjórnar í gær fram tillögu um að álagningarstofn fasteignagjalda lækki meira en ákveðið var fyrir skömmu við afgreiðslu fjárhagsáætlunar ársins 2006.  Eins og fram kom í Skessuhorni í síðustu viku hefur fasteignamat í sérbýli á Akranesi hækkað um 93% frá árinu 2002 og þar af 30% nú um áramótin. Álagningarstofn fasteignagjalda hefur hins vegar verið óbreyttur þar til við afgreiðslu fjárhagsáætlunar skömmu fyrir jól. Þá var samþykkt að fasteignaskattur lækkaði úr 0,431% í 0,394 en holræsagjald sem var 0,2% yrði óbreytt. Minnihluti bæjarstjórnar vildi hins vegar lækka álagningarstofninn frekar eða í 0,36% en holræsagjald yrði óbreytt 0,2%.  Tillagan sem fram kom á fundi bæjarstjórnar í gær var send bæjarráði til nánari skoðunar.

 

Við afgreiðslu fjárhagsáætlunarinnar bókaði meirihluti bæjarstjórnar að þegar niðurstaða yfirfasteignamatsnefndar lægi fyrir yrði skoðað hvort gerðar yrðu frekari breytingar á álagningarstofni. Samkvæmt heimildum Skessuhorns var málið rætt óformlega á fundi bæjarráðs í síðustu viku og síðan hefur málið verið skoðað frá öllum hliðum. Niðurstaðan varð því sú að á bæjarstjórnarfundi sem fram fór í gær var lögð fram tillaga meirihlutans um að fasteignaskattur lækki í 0,352% og holræsagjaldið í 0,175%. Til samans lækka þessi gjöld því um 16,48% í stað þeirrar 5,86% lækkunnar sem áður hafði verið ákveðin. Húseigandi sem átti einbýlishús að fasteignamati 15 milljónir greiddi í fyrra samtals 94.650 krónur í fasteignaskatt og holræsagjald. Í dag er þetta hús 19,5 milljónir króna að fasteignamati og af því þarf nú að greiða 102.765 krónur eða 8,57% hærri upphæð en í fyrra, verði tillagan samþykkt.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Héðan og þaðan
Framleiðnisjóður Landbúnaðarins

Fram á völlinn

Grundarfjarðarbær

Fundaröð um vegamál á Vesturlandi

Grundarfjarðarbær

Bæjarstjórnarfundur

Dalabyggð

Sveitarstjórn Dalabyggðar - 181. fundur

Grundarfjarðarbær

Gjöf frá Lionsklúbbi Grundarfjarðar

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is