Forsíða
Auglýsing
Rss straumur af fréttum frá Skessuhorni
Lágnætti. Fjórði Þórsdagur í Haustmánuði
Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
12. janúar. 2006 10:15

Sparisjóður Mýrasýslu opnar útibú á Akranesi

-Tekur jafnframt yfir umboð Tryggingamiðstöðvarinnar á Akranesi og í Borgarnesi

 

Sparisjóður Mýrasýslu hefur samið við Tryggingamiðstöðina hf. um rekstur umboða TM í Borgarnesi og á Akranesi. Jafnframt hefur sparisjóðurinn ákveðið að opna útibú á Akranesi á næstu vikum og sameina það umboðsskrifstofu Tryggingamiðstöðvarinnar. Stefán Sveinbjörnsson, forstöðumaður fyrirtækjasviðs hjá Sparisjóði Mýrasýslu sagði í samtali við Skessuhorn að staðið hafi til í nokkurn tíma að SPM opnaði útibú á Akranesi og yki þannig þjónustu sína við íbúa og fyrirtæki á svæðinu.

 “Þegar ljóst varð að breytingar yrðu gerðar á umboðum TM bæði á Akranesi og í Borgarnesi gengum við til viðræðna við TM um að taka við umboðunum enda hafa sparisjóðir víða mikið samstarf við Tryggingamiðstöðina. Í Borgarnesi verður umboð TM í aðalstöðvum sparisjóðsins við Digranesgötu en á Akranesi verður umboð TM og útibú SPM við Stillholt, á sama stað og umboðsskrifstofa TM hefur verið til margra ára.” Stefán segist búast við að samrekstur sem þessi muni leiða til hagræðingar og breiðrar þjónustu og segist vænta góðs samstarfs við Akurnesinga. Útibúið á Akranesi verður opnað á allra næstu vikum.

 

Eins og greint var frá í frétt Skessuhorns fyrir nokkru var starfsmanni TM á Akranesi sagt upp störfum síðla liðins árs og var honum gert að hætta fyrirvaralaust. Var ástæðan sögð sú að breyta ætti skrifstofunni í umboðsskrifstofu. Í kjölfarið var skrifstofunni á Akranesi lokað þar sem enginn starfsmaður var tiltækur til þess að hlaupa í skarðið. Samkvæmt heimildum Skessuhorns hefur nokkur fjöldi Akurnesingar í kjölfar lokunar skrifstofunnar horfið úr viðskiptum við TM og verður því ögrandi verkefni sparisjóðsmanna að endurheimta fyrri markaðshlutdeild í tryggingageirandum á staðnum. Að sögn Stefáns eru margir tugir Akurnesinga í viðskiptum við Sparisjóð Mýrasýslu í dag þrátt fyrir að þar sé ekki útibú og segist hann vænta góðra viðbragða almennings og fyrirtækja við aukinni þjónustu sparisjóðsins við Akurnesinga.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is