Forsíða
Auglýsing
Rss straumur af fréttum frá Skessuhorni
Lágnætti. Fjórði Þórsdagur í Haustmánuði
Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
12. janúar. 2006 06:55

Menntaskóli Borgarfjarðar taki til starfa haustið 2007

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir menntamálaráðherra hefur skipað starfshóp sem undirbúa á stofnun menntaskóla í Borgarfirði. Stefnt er að því að skólinn hefji starfsemi haustið 2007. Frumteikningar af nýju skólahúsnæði liggja fyrir (sjá útlit hér á meðf. mynd). Vonast er til að hægt verði að auglýsa eftir skólameistara eftir nokkrar vikur. 

 

Stofnun skólans hefur ekki átt sér langan aðdraganda. Þann 25. ágúst síðastliðinn mætti Runólfur Ágústsson rektor á Bifröst á fund bæjarráðs Borgarbyggðar og kynnti hugmyndir að stofnun skólans. Viku síðar mætti Runólfur að nýju til bæjarráðs og með honum þeir Ágúst Sigurðsson rektor á Hvanneyri og Hörður Helgason skólameistari á Akranesi. Á þeim fundi var samþykkt tillaga Runólfs og Ágústar að skipaður yrði vinnuhópur til undirbúnings stofnun framhaldsskóla í Borgarnesi. Skömmu síðar kom Borgarfjarðarsveit að málinu og stjórn Sparisjóðs Mýrasýslu samþykkti að leggja 40 milljónir króna til verkefnisins. Eftir nokkra vikna vinnu ytri- og innri þróunarhópa var ítarleg tillaga um námsskipulag send menntamálaráðherra ásamt drögum að fjárhagsáætlun og frumteikningum af nýju skólahúsi.

 

Runólfur Ágústsson segir ákvörðun menntamálaráðherra ákaflega gleðilega. “Þetta er mikill gleðidagur fyrir okkur Borgfirðinga og sýnir hverju við getum áorkað þegar við sýnum samstöðu. Þetta er stærsta framfaramál í Borgarfirði til margra ára, svo einfalt er það og sýnir okkur enn og aftur hvað hægt er að gera þegar menn halda sundurlyndisfjandanum fjarri og einhenda sér í verk að vinna óháð hreppapoti eða flokkapólitík,” segir Runólfur.

Hann segir fjárframlag Sparisjóðs Mýrasýslu hafa gert verkefnið trúverðugt og mögulegt. “Þar fóru stórhuga menn,” segir hann og bætir við að stuðningur frá fjölmörgum öðrum aðilum hafi einnig verið mikils virði.

 

Arkitektastofan Kurt og Pí hefur hannað skólahús sem ætlað er að rísi í nýjum miðbæ í Borgarnesi. Runólfur segir húsið afar fallegt og það sé hannað með það í huga að þjóna bæði skólanum og sem alhliða menningarhús í Borgarnesi.

 

Runólfur, sem sæti á í starshóp menntamálaráðherra, segir að hópurinn hafi um einn mánuð til starfa og að því loknu vonast hann til að hægt verði að auglýsa eftir skólameistara hins nýja skóla. Eftir það verði síðan vonandi hægt að hefja byggingu skólahússins og væntanlega hefst kennsla haustið 2007.

 

Í upphaflegum hugmyndum var miðað við að kennsla hæfist haustið 2006. Runólfur segir niðurstöðuna hafa orðið þá að sterkara væri að hefja kennslu í fullbyggðu nýju húsi, frekar en að byrja í bráðabirgðarhúsnæði. Stofnun skólans taki einnig tíma og þá hefði verið orðinn þröngur tími til markaðssetningar skólans. Aðalatriðið sé að ákvörðun um stofnun skólans liggi nú fyrir. “Nú erum við á beinu brautinni,” segir Runófur.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is