Forsíða
Auglýsing
Rss straumur af fréttum frá Skessuhorni
Lágnætti. Fjórði Þórsdagur í Haustmánuði
Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
13. janúar. 2006 11:44

Lækkun fasteignagjalda staðfest í bæjarráði Akraness

Bæjarráð Akraness hefur samþykkt tillögu um álagningu fasteignagjalda árið 2006. Tillöguna lagði meirihluti bæjarstjórnar fram á síðasta fundi bæjarstjórnar eins og fram kom í frétt Skessuhorns í fyrradag. Tillögunni var vísað til bæjarráðs til skoðunar og endanlegrar afgreiðslu. Niðurstaða málsins er því sú að álagningarstofn fasteignaskatts íbúðarhúsnæðis lækkar úr 0,431% í 0,352% og holræsaskattur íbúðarhúsnæðis lækkar úr 0,2% í 0,175%. Aðrar álagningarforsendur vegna fasteignagjalda ársins 2006 verða óbreyttar frá samþykkt bæjarstjórnar þann 15. nóvember og sagt var frá í Skessuhorni.

 

 

Gunnar Sigurðsson, oddviti minnihlutans í bæjarstjórn lét bóka að bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins samþykki tillögu meirihlutans um fasteignagjöld enda sé hún í anda tillögu þeirra er þeir fluttu við undirbúning fjárhagsáætlunar 2006.  Jafnframt kom fram sú skoðun Gunnars að framvegis verði miðað við nýgerðan samning milli Akraneskaupstaðar og Orkuveitu Reykjavíkur á þann veg að álagning holræsaskatts miðist við fermetragjald í stað fasteignamats eins og nú er.  

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is