Forsíða
Auglýsing
Rss straumur af fréttum frá Skessuhorni
Lágnætti. Fjórði Þórsdagur í Haustmánuði
Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
16. janúar. 2006 11:33

Hart deilt um fasteignagjöld í bæjarstjórn Grundarfjarðar

Miklar umræður urðu á bæjarstjórnarfundi í Grundarfirði í síðustu viku þar sem ræddar voru tillögur að breytingum að álagningarstofni fasteignagjalda. Bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins vildu lækka álagningu en tillaga þeirra var felld. Munu því fasteignafgjöld í Grundarfirði hækka nokkuð á þessu ári vegna hækkandi fasteignamats. Forsaga málsins er sú að um áramótin hækkaði fasteignamat íbúðarhúsnæðis í Grundarfirði um 15% og atvinnuhúsnæði hækkaði um 10%. Við afgreiðslu fjárhagsáætlunar fyrir skömmu var hins vegar ekki gerð tillaga um lækkun álagningarstofns og því útlit fyrir að álögur á fasteignaeigendur hækki nokkuð á árinu. Þessu vildu bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokks ekki una og á fundi bæjarstjórnar lögðu þeir fram svohljóðandi tillögu:

 

“Tilkynnt hefur verið um hækkun fasteignamatsstofns um 15% á íbúðarhúsnæði og 10% á atvinnuhúsnæði. Við fjárhagsáætlun fyrir árið 2006 var gert ráð fyrir 7,8% hækkun fasteignagjalda. Lagt er til að álagning af A lið verði 0,425% og lækki úr 0,45% (íbúðarhúsnæði) og álagning af B lið verði 1,53% og lækki úr 1,55% (atvinnuhúsnæði).” Tillagan var borin upp og felld með fjórum atkvæðum gegn þremur.

Bæjarfulltrúar Framsóknarflokksins lögðu í kjölfarið fram svohljóðandi bókun: “Við fögnum þeirri þróun sem orðið hefur á fasteignaverði í Grundarfirði og nágrenni. Það eru gleðileg tíðindi að fasteignir fólks hækki í verði. Slíkar hækkanir sýna meiri bjartsýni og trú á framtíð Grundarfjarðar. Við gerð fjárhagsáætlunar fyrir árið 2006 var gert ráð fyrir 7,8% hækkun á fasteignaverði og þar með álagningarstofni fasteignagjalda. Ekki voru gerðar tillögur til hækkunar á fasteignagjöldum og eru þau óbreytt frá fyrra ári.”

Breytingar á fasteignamati urðu hins vegar heldur meiri en gert var ráð fyrir. Sveitarstjórnarmenn um allt land hafa á undanförnum árum gagnrýnt tekjuskiptingu ríkis og sveitarfélaga og krafist leiðréttinga til handa sveitarfélögum með auknum tekjustofnum. Í ljósi þess vekur það furðu okkar að D-listi með forseta bæjarstjórnar, Sigríði Finsen í broddi fylkingar, en hún hefur verið mjög gagnrýnin á rýra tekjustofna sveitarfélaga, skuli koma fram með tillögu um lækkun á tekjum sveitarfélagsins. Tillögurnar bera keim af því að kosningar til sveitarstjórna eru í nánd og eru meira í ætt við tillögur veiklundaðs smáflokks í minnihluta, sem reynir að slá sig til riddara, en ábyrgs afls við stjórnun sveitarfélagsins. Staðreyndin er að tillögur D-listans fela í sér óverulegar breytingar. Um er að ræða 1-3 þúsund króna lækkun á íbúðarhúsnæði á ári og nokkur hundruð krónur á atvinnuhúsnæði á ári. Einnig er rétt að benda á að hvorki Snæfellsbær né Stykkishólmsbær ætla að breyta hjá sér fasteignagjöldum þó svo að þar hafi verið sama hækkun á fasteignamati og hér. Það er okkar skoðun að tillaga sem þessi veiki trúverðugleika bæjarstjórnarmanna í baráttu fyrir réttlátri tekjuskiptingu milli ríkis og sveitarfélaga.  Framundan eru miklar framkvæmdir og fyrirsjáanlegt er að koma þurfi til móts við óskir starfsmanna Grundarfjarðarbæjar um jöfnun launa til samræmis við samninga starfsmanna í öðrum sveitarfélögum. Næg verkefni bíða okkar og þar munu tekjur sveitarfélagsins nýtast öllum íbúum til aukinnar hagsældar. Því greiðum við atkvæði á móti þessari tillögu.”

 

Sjálfstæðismenn lögðu fram svohljóðandi bókun: “Mikils misskilnings gætir hjá framsóknarmönnum um málflutning D-lista um tekjustofna sveitarfélaga. D-listinn hefur verið eindreginn talsmaður þess að sveitarfélög fái hlutdeild í þegar álögðum gjöldum ríkisins á íbúana, s.s. hlutdeild í fjármagnstekjuskatti eða virðisaukaskatti en ekki mælt fyrir viðbótarálögum á íbúana.”

 

Garðar Svansson bæjarfulltrúi óháðra á J-lista lagði því næst fram svohljóðandi tillögu: “Í ljósi hækkunar fasteignamats íbúðarhúsnæðis um 15% er lagt til að álagning fasteignaskatts á íbúðarhúsnæði hækki ekki meira en sem nemur 10% að meðaltali.” Tillöguna dró Garðar síðan til baka og kom hún því ekki til afgreiðslu.

 

Ragnar Elbergsson varabæjarfulltrúi VG lagði til eftirfarandi: “Bæjarstjórn samþykkir að vísa til bæjarráðs að gera samanburð á tekjustofnum sveitarsjóðs og annarra sambærilegra sveitarfélaga v/lóðarleigu, holræsagjalds og sorpgjalds. Sýni sá samanburður að skattlagning sveitarsjóðs sé hærri en þessara sveitarfélaga verði leitað leiða að leiðrétta þann mun.” Tillagan var samþykkt með 4 atkvæðum gegn þremur.

 

Endanleg ákvörðun um álagningarstofna í Grundarfirði bíður því samanburðar bæjarráðs.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is