Forsíða
Auglýsing
Rss straumur af fréttum frá Skessuhorni
Lágnætti. Fjórði Þórsdagur í Haustmánuði
Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
17. janúar. 2006 07:28

Nokkuð um umferðaróhöpp í vondri færð

Nokkuð hefur verið um umferðaróhöpp í hálkunni og ófærðinni í Borgarfirðinum frá því fyrir helgi.  Föstudaginn 13. janúar rann fólksbíll útaf veginum er honum var beygt í áttina að Hvanneyri af Borgarfjarðarbraut. Hafnaði bíllinn á vegskilti. Ekki urðu slys á fólki en bíllinn skemmdist nokkuð. Á sunnudag fór fólksbíll útaf og valt skammt neðan við Munaðarnes.  Ökumaðurinn var fluttur á Heilsugæslustöðina í Borgarnesi. Bíllinn var mikið skemmdur og kranabíl þurfti til að flytja hann af vettvangi.

 

Á mánudag urðu þrjú umferðaróhöpp.  Fyrst varð hörð aftanákeyrsla á Vesturlandsvegi við afleggjarann að Grundartanga snemma morguns þegar bíll á suðurleið hægði á sér til að beygja niður að Grundartanga. Ekki urðu slys á fólki en dráttarbifreið þurfti til að fjarlægja aðra bifreiðina sem skemmdist mikið. Þá rann bíll útaf veginum í Norðurárdal neðan við Bifröst, en hélt áfram för sinni eftir að hafa verið hjálpað aftur upp á veginn. Loks varð ökumaður fyrir tjóni er hann kom í veg fyrir árekstur með því að aka útaf veginum í Galtarholtsflóanum. Var hann að mæta flutningabíl þegar hann sá skyndilega hvar bifreið var í framúrakstri við hliðina á flutningabílnum. Til að koma í veg fyrir áreksturinn þá beygði hann hart í stjór og bjargaði málunum. Á liðnum dögum hefur lögreglan í Borgarnesi þurft að aðstoða allnokkra ökumenn sem hafa ýmist fest bíla sína eða þeir orðið rafmagnslausir.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is