Forsíða
Auglýsing
Rss straumur af fréttum frá Skessuhorni
Lágnætti. Fjórði Þórsdagur í Haustmánuði
Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
17. janúar. 2006 08:31

Altengt Ísland – samgönguráðherra kynnir nýja fjarskiptaáætlun

Á málstofu á Bifröst sl. fimmtudag hélt Sturla Böðvarsson, samgönguráðherra fyrsta kynningarfund sinn af alls 28 sem haldnir verða víðsvegar um land á næstu vikum og fram í mars. Ráðherra kynnti þar stefnu stjórnvalda í fjarskiptamálum Íslendinga undir yfirskriftinni “Altengt Ísland.” Með ráðherra í för voru Ragnhildur Hjaltadóttir ráðuneytisstjóri í samgönguráðuneytinu og Hrafnkell Gíslason forstjóri Póst- og fjarskiptastofnunar. Fjarskiptamál eru tvímælalaust eitt mikilvægasta byggðamál dagsins í dag og í nánustu framtíð. Margir hafa haft af því áhyggjur að samhliða einkavæðingu síma- og fjarskiptafyrirtækja muni strjálbýlli landssvæði sitja eftir í framþróun á tæknisviðinu; þau séu einfaldlega ekki nógu markaðslega stórar einingar til að einkarekin fjarskiptafyrirtæki sjái sér hag í að sinna þeim til jafns við þéttbýlli svæði.

 

Um þessar áhyggjur segir Sturla: “Staðan var sú að fjarskiptafyrirtækin vildu ekki fara í uppbyggingu á svæðum þar sem þau töldu ekki vera markaðslegar forsendur fyrir tiltekinni þjónustu.  Með Fjarskiptaáætlun til ársins 2010, sem var samþykkt af Alþingi og síðan stofnun Fjarskiptasjóðs í kjölfar sölu Símans, höfum við tæki til að hjálpa fjarskiptafyrirtækjunum að stíga það skref að fara alla leið í uppbyggingu þjónustu.”

 

Símasöluhagnaður nýttur

Á fundinum á Bifröst kynnti ráðherra áætlun um það hvernig staðið verður að uppbyggingu fjarskipta á landsbyggðinni hvað snertir háhraðatengingar, stafrænt sjónvarp til sjófarenda og dreifðari byggða um gervihnött og farsímakerfi. Ríkisstjórnin ákvað eins og kunnugt er síðastliðið haust að verja 2,5 milljörðum króna af söluverði Símans til slíkra verkefna. Kynnt var á fundinum hvernig ráðuneytið hyggðist ráðstafa fjarskiptasjóði sem stofnaður var með þessu fé. Póst- og fjarskiptastofnun mun halda utan um framkvæmdir á vegum fjarskiptasjóðs og útboð vegna framkvæmda. Samkvæmt ákvörðun ríkisstjórnarinnar er gert ráð fyrir að ljúka farsímavæðingu á þjóðvegi nr. 1 og á helstu stofnvegum og á fjölmennum ferðamannastöðum, en einnig á að efla stórlega aðgang landsbyggðarinnar að háhraðatengingum. Útboð á uppbyggingu farsímaþjónustunnar verður innan fárra mánaða. Áætlað er að uppbyggingin fari fram næstu tvö árin og verði lokið árið 2007.

 

Farsímaþjónustan verður boðin út

Ekkert farsímasamband er víða á þjóðvegi 1 og skipta lengstu kaflarnir tugum kílómetra, einkum norðanlands og austan. Lengstu kaflarnir sem eru án farsímasambands á þjóðvegi 1 eru 30-40 kílómetra kafli á veginum á Öxnadalsheiði og innst í Norðurárdal í Skagafirði, þjóðvegurinn um Möðrudalsöræfi á Norðausturlandi, kaflar á Austfjörðum, og á Síðu og í Fljótshverfi sunnanlands. Sambærilegt ástand er á ýmsum aðalvegum, svo sem víða í Dalasýslu eins og margoft hefur komið fram í Skessuhorni. Bent hefur verið á slíkt ástand hafi hættur í för með sér í slysatilfellum.  En hvernig sér Sturla fyrir sér úrbætur í fjarskiptamálum hér á Vesturlandi, þar sem ástandið hefur verið hvað verst, svo sem í Dalasýslu? “Ef við lítum fyrst til uppbyggingar á GSM farsímaþjónustunni, þá er planið að bjóða út uppbyggingu á skilgreindum svæðum og Dalirnir gætu verið eitt útboðssvæðið.  Póst- og fjarskiptastofnun er að undirbúa útboðin þessar vikurnar og það verður spennandi að sjá hverngi tekst til en ég er mjög bjartsýnn á að vel takist til.” Og Sturla heldur áfram: “Varðandi stuðning við uppbyggingu háhraðaneta, þá er í þeirri aðgerð fólgið stórkostlegt tækifæri til að auðvelda strjálbýlum svæðum aðgengi að upplýsingasamfélaginu.”

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is