Forsíða
Auglýsing
Rss straumur af fréttum frá Skessuhorni
Lágnætti. Þriðji Mánadagur í Haustmánuði
Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
18. janúar. 2006 06:33

Landnámssetur Íslands styrkt af stórhug

Hið gamla og virðulega hús; Búðarklettur við Brákarbraut í Borgarnesi hefur nú skipt um eigendur og mun gera það á nýjan leik innan skamms. Sparisjóður Mýrasýslu keypti húsið í liðinni viku og hefur þar, að sögn Gísla Kjartanssonar sparisjóðsstjóra, ákveðna milligöngu til að liðka um fyrir sölu á húsinu til Ólafs Ólafssonar, stjórnarformanns Samskipa og fyrrum Borgnesings sem hyggst kaupa húsið í þeim tilgangi að leggja Landnámssetri Íslands það til til frjálsra afnota fyrir starfsemi sína. Auk þess mun Ólafur kosta endurbætur hússins þannig að það þjóni sem best starfsemi Landnámsseturs. Hann lætur ekki staðar numir við það heldur færir Landnámssetrinu auk þess 10 milljóna króna gjöf til frjálsra afnota við uppbyggingu setursins.

 

En það er ekki einvörðungu Ólafur Ólafsson og kona hans sem styðja við Landnámssetur myndarlega: “Endursölu Sparisjóðsins á húsinu til Ólafs Ólafssonar fylgir auk þess styrkur sem líta má á að renni óbeint til Landnámsseturs. Við munum þannig greiða húsið lítilsháttar niður og styðja þannig við starfsemina,” segir Gísli Kjartansson, en þess má geta að Sparisjóðurinn hefur áður stutt rausnarlega við væntanlegt Landnámssetur.

 

Eins og fram hefur komið í Skessuhorni er nú unnið að byggingu tengibyggingar milli Búðarkletts og Gamla pakkhússins með starfsemi Landnámsseturs í huga. "Ráðgert er að Landnámssetur hefji starfsemi á vori komanda og mun Búðarklettur verða notaður til veitingasölu, funda og annars er viðkemur starfseminni. Þar munu auk þess verða snyrtingar fyrir setrið,” sagði Kjartan Ragnarsson, framkvæmdastjóri Landnámsseturs Íslands í samtali við Skessuhorn.

 

Vill endurgjalda gott uppeldi

 

Ólafur Ólafsson, forstjóri Samskipa er Borgnesingur að uppruna, ættaður úr Norðurárdal þar sem faðir hans Ólafur Sverrisson, fv. kaupfélagsstjóri fæddist og ólst upp. Hann lést á sl. ári. Ólafur yngri og eiginkona hans Ingibjörg Kristjánsdóttir eiga jörðina Miðhraun í Miklaholtshreppi og hafa löngum átt þar lögheimili, m.a. hugsað í þeim tilgangi að útsvarstekjur þeirra nýtist í dreifbýlinu. En hvað er það sem fær Ólaf Ólafsson til að leggja Landnámssetri Íslands til svo myndarlegt fjárframlag og góða húseign án endurgjalds? “Aðkoma okkar hjónanna að þessu máli á sér nokkurn aðdraganda. Við höfðum skoðað kosti varðandi tvö önnur hús í Borgarnesi en okkur Ingibjörgu eiginkonu minni langaði að endurgjalda samfélaginu í Borgarnesi gott uppeldi en þaðan eigum við ákaflega góðar minningar frá uppvexti okkar. Foreldrum mínum; Ólafi Sverrissyni og Önnu Ingadóttur var að sama skapi sérlega hlýtt til héraðsins og fólksins þar. Okkur langaði að styrkja umhverfið með einhverjum hætti. Eftir að við höfðum kynnt okkur ýmsa valkosti þá varð ofan á að styðja við framtak það sem Kjartan Ragnarsson og Sigríður Margrét Guðmundsdóttir standa fyrir við uppbyggingu Landnámsseturs. Þetta er myndarlegt og framsýnt verkefni og sýnir mikinn kraft og dug og mun án efa efla Borgarnes og héraðið í heild sem sögustað og ferðamannahérað. Það sem einnig styður þetta verkefni og gerir það trúverðugt er einarður stuðningur og velvilji bæjarfélagsins, annarra stofnana og almennt íbúa í Borgarnesi.” Ólafur segir það mikils virði fyrir starfsemi sem þessa að fá þann stuðning sem þarf til í upphafi til að starfsemin nái að komast á góðan skrið með nægjanlegu eigin fé.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Héðan og þaðan
Framleiðnisjóður Landbúnaðarins

Fram á völlinn

Grundarfjarðarbær

Fundaröð um vegamál á Vesturlandi

Grundarfjarðarbær

Bæjarstjórnarfundur

Dalabyggð

Sveitarstjórn Dalabyggðar - 181. fundur

Grundarfjarðarbær

Gjöf frá Lionsklúbbi Grundarfjarðar

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is