Forsíða
Auglýsing
Rss straumur af fréttum frá Skessuhorni
Lágnætti. Fjórði Þórsdagur í Haustmánuði
Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
18. janúar. 2006 10:11

Hugsanleg sameining Lífeyrissjóðs Vesturlands og Lf.sj. Suðurlands

Gylfi Jónasson framkvæmdastjóri Lífeyrissjóðs Vesturlands hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri Lífeyrissjóðs Suðurlands. Ekki er þó víst að hann láti af fyrrnefnda starfinu því svo getur farið að sjóðirnir verði sameinaðir í vor.  Undanfarna mánuði hefur verið unnið að sameiningu Lífeyrissjóðs Vesturlands og Lífeyrissjóðs Suðurlands. Stjórnir sjóðanna hófu viðræður í apríl á síðasta ári og á vormánuðum var skipuð sérstök viðræðunefnd sem í sitja stjórnarformenn og framkvæmdastjórar sjóðanna auk eins stjórnarmanns frá hvorum sjóði. Einnig hafa tryggingafræðingar sjóðanna komið að málinu.

 

Að sögn Gylfa var sameiningin rædd á aukaársfundi sjóðsins sem haldinn var 29. nóvember. Þar var samþykkt að fresta endanlegri ákvörðun um sameiningu til næsta aðalfundar sjóðsins sem haldinn verður í apríl. Jafnframt var stjórn sjóðsins falið umboð til að halda sameiningarviðræðum áfram. Hann segir að nánast sé lokið allri undirbúningsvinnu við sameininguna og því sé nú beðið uppgjörs sjóðanna við síðustu áramót en miðað verður við stöðu þeirra þá við hugsanlega sameiningu.

Á undanförnum árum hafa fjölmargir lífeyrissjóðir verið sameinaðir og fyrir skömmu samþykktu stjórnir lífeyrissjóðanna á Norðurlandi og Austurlandi að athuga möguleika á sameiningu sjóðanna.

Gylfi segir að markmið með sameiningu sjóðanna sé að auka hagkvæmni í rekstri, bæta áhættudreifingu og ávöxtun eigna og hámarka með þeim hætti þau lífeyrisréttindi sem sjóðirnir geta veitt sjóðsfélögum sínum. Einnig sé stærri sjóður betur í stakk búinn til þess að veita þá þjónustu sem nú sé krafist. Gylfi segir að verði af sameiningu sé stefnt að því að starfsemi sjóðsins verði með óbreyttum hætti á Vesturlandi, en hann rekur í dag skrifstofu á Akranesi og þar eru fjórir starfsmenn í 3,3 stöðugildum. Lífeyrissjóður Suðurlands varð til á síðasta ári með sameiningu Lífeyrissjóðs Suðurnesja og Lífeyrissjóðs Suðurlands.

Á stjórnarfundi Lífeyrissjóðs Suðurlands þann 12. janúar s.l., var Gylfi síðan ráðinn framkvæmdastjóri sjóðsins en Friðjón Einarsson, núverandi framkvæmdastjóri, óskaði eftir því að láta af starfinu. Aðspurður segir Gylfi að hann taki við hinu nýja starfi að loknum aðalfundi sjóðsins á Vesturlandi í vor. Aðspurður hvort með þessari ráðningu sé í raun verið að sameina sjóðina segir Gylfi svo ekki vera. Aðalfundur sjóðsins eigi síðasta orðið í því efni.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is