Forsíða
Auglýsing
Rss straumur af fréttum frá Skessuhorni
Lágnætti. Þriðji Mánadagur í Haustmánuði
Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
18. janúar. 2006 02:45

Samningar um sölu Baldurs og kaup á nýrri Breiðafjarðarferju í undirbúningi

Tilboði, sem borist hefur í Breiðafjarðarferjuna Baldur, hefur verið tekið og ef að líkum lætur kemur ný, stærri og hraðskreiðari ferja í hennar stað í marslok. Ný ferja getur flutt allt að 50 bíla og 300 farþega. Með kaupum á stærri og hraðskreiðari ferju er leitað leiða til þess að tryggja ferjusamgöngur um Breiðafjörð þegar og ef styrkur samkvæmt vegalögum fellur niður með tilkomu heilsárs vegar.

Eins og fram kom í fréttum Skessuhorns í haust hefur Vegagerðin ákveðið að fækka ferðum Breiðafjarðarferjunnar Baldurs smám saman á næstu árum og að þeim tíma liðnum verði rekstri ferjunnar hætt.

 

Landleiðinni um Barðastrandarsýslur hefur á undanförnum árum verið haldið opinni og því er samkvæmt skilgreiningu Vegagerðarinnar kominn heils árs vegur og því óþarft að styrkja sjóflutninga. Samkvæmt núgildandi samningi um rekstur ferjunnar munu styrkir til hennar leggjast af á næstu fimm árum og árið 2010 er einungis gert ráð fyrir styrkjum til að þjóna byggð í Flatey. Í viðtali við Skessuhorn í haust sagði Sturla Böðvarsson samgönguráðherra það ljóst í sínum huga að þjónusta Baldurs yrði ekki skert á meðan Ódrjúgsháls og Hjallaháls í Barðastrandasýslu yrðu eknir. Einnig hefur verið á það bent að ferðaþjónusta við Breiðafjörð hafi að stórum hluta verið byggð með ferjusamgöngur í huga og því væri missir ferjunnar mikið áfall fyrir þá atvinnugrein.

Undanfarna mánuði hefur staðið yfir skoðun á möguleikum þess að skipta út Baldri í stað stærra og afkastameira skips. Pétur Ágústsson, framkvæmdastjóri Sæferða, sem reka ferjuna samkvæmt samningi við Vegagerðina, telur að núverandi ferja muni ekki geta staðið undir sér rekstrarlega án ríkisstyrks vegna mjög lítilla afkasta. Eina leiðin til þess að tryggja áframhaldandi rekstur a.m.k á sumrin sé því að fá stærra skip sem þó hefði ekki í för með sér neinn verulegan aukakostnað fram yfir það sem nú er. Hann segir að ennfremur sé talið nauðsynlegt  að hafa til staðar skip sem hægt sé að grípa til við sérstakar aðstæður eða til að leysa af aðrar ferjur við landið svo sem vegna óvæntra bilana eða viðhalds.

Hann segir að nýverið hafi náðst samkomulag við ríkisvaldið um að selja Baldur og freista þess að fá í staðinn aðra hentugri ferju.  Nú hefur borist í Baldur mjög viðunandi tilboð frá finnsku fyrirtæki og hefur því verið tekið. Jafnframt  eru í skoðun þrjú skip í Danmörku og Hollandi sem koma eiga í stað Baldurs og mun nýtt skip fyrst og fremst þjóna sem sumarferja, en möguleiki á vetrarferðum er jafnframt til staðar.

Verði af sölu Baldurs mun hann hverfa úr rekstri í mars og er því stefnt að því að ný ferja hefji siglingar í lok mars. Pétur segir að endanleg niðurstaða muni liggja fyrir um næstu mánaðarmót. “Það eru hins vegar margir lausir endar sem þarf að hnýta á stuttum tíma til þess að þetta takist. Mikil vinna hefur nú þegar farið fram og ég er mjög vongóður um að það takist að ljúka málinu. Til þessa hefur málið mætt miklum velvilja stjórnvalda og annarra er að málinu hafa komið og ég vona að svo verði áfram,” segir Pétur.

Þær ferjur sem hugmyndir eru um að kaupa í stað Baldurs taka 45 – 50 bíla og um 300 farþega. Baldur tekur 19 bíla og um 200 farþega. Nýtt skip verður einnig mun hraðskreiðara og má ætla að ferðatími styttist úr þremur klukkutímum í tvo verði þessar hugmyndir að veruleika.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Héðan og þaðan
Framleiðnisjóður Landbúnaðarins

Fram á völlinn

Grundarfjarðarbær

Fundaröð um vegamál á Vesturlandi

Grundarfjarðarbær

Bæjarstjórnarfundur

Dalabyggð

Sveitarstjórn Dalabyggðar - 181. fundur

Grundarfjarðarbær

Gjöf frá Lionsklúbbi Grundarfjarðar

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is