Forsíða
Auglýsing
Rss straumur af fréttum frá Skessuhorni
Lágnætti. Þriðji Mánadagur í Haustmánuði
Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
19. janúar. 2006 07:45

Samvinnuverkefni og þemadagar hjá FSN

Fyrstu önn Fjölbrautaskóla Snæfellinga lauk formlega þann 17. desember sl. með brautskráningu fjögurra stúdenta við hátíðlega athöfn en þeir eru jafnframt fyrstu nýstúdentarnir sem útskrifast frá skólanum. Þrír þeirra luku stúdentsprófi af félagsfræðabraut og einn með viðbótarnám til stúdentsprófs. Að sögn Guðbjargar Aðalbergsdóttur skólameistara fer ný önn vel af stað. Fjöldi nemenda er sá sami og síðustu önn, eða rúmlega 230 nemendur. Guðbjörg segir töluvert vera um að nemendur séu skráðir til hlutanáms, þá eru nemendur að ljúka námi, t.d. samhliða vinnu eða sem heimavinnandi mæður. Einungis einn eða tveir nemendur eiga lögheimili sitt utan Snæfellsness og í þeim tilvikum koma þeir frá sunnanverðum Vestfjörðum.

 

 

Ná forskoti

22 nemendur úr 10. bekk grunnskólanna á Snæfellsnesi stunda nú nám við ensku 103 og stærðfræði 103 í skólanum, annan áfangann eða jafnvel báða, samhliða grunnskólanámi sínu. “Þetta er samvinnuverkefni grunnskólanna og fjölbrautaskólans. Þessi tvö fög eru valfög og kennd á hálfum hraða og ljúka því nemendurnir áfanganum á tveimur önnum í stað einnar. Nemendurnir koma hingað alla fimmtudaga eftir hádegi í þessa tíma og fara svo heim með rútunni,” segir Guðbjörg. Hún segir samstarf sem þetta orðið nokkuð algengt milli fjölbrautaskóla og grunnskóla innan hvers sveitarfélags og nemendum í hag þar sem þetta bæði kynnir þau því sem koma skal og gefur þeim um leið forskot í námi.

Dagana 8., 9. og 10. febrúar nk. verða haldnir þemadagar innan skólans sem mun ljúka með árshátíð skólans þann 10. “Enn er leyndarmál hvert þemað verður að þessu sinni en það verður kynnt um leið og nefndin hefur ákveðið það. Nefndina skipa nemendur og kennarar innan skólans,” segir Guðbjörg.

 

Samvinna fjölbrautaskólanna góð

Komið hefur verið á laggirnar tilraunaverkefni í samvinnu við Fjölbrautaskólann á Akranesi sem gefa á verknámsnemendum á Snæfellsnesi tækifæri á að vera lengur í heimabyggð og geta svo lokið restinni af verknáminu á Akranesi á styttri tíma. “Þetta verkefni hefur gengið mjög vel líkt og öll samvinna við Fjölbrautaskólann á Akranesi,” segir Guðbjörg og telur að tilkoma væntanlegs framhaldsskóla í Borgarnesi sé spennandi verkefni og reiknar með því að samvinna allra skólanna muni verða mikil og til góða fyrir nemendur á Vesturlandi.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Héðan og þaðan
Framleiðnisjóður Landbúnaðarins

Fram á völlinn

Grundarfjarðarbær

Fundaröð um vegamál á Vesturlandi

Grundarfjarðarbær

Bæjarstjórnarfundur

Dalabyggð

Sveitarstjórn Dalabyggðar - 181. fundur

Grundarfjarðarbær

Gjöf frá Lionsklúbbi Grundarfjarðar

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is