Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
19. janúar. 2006 10:36

Nemendur á Íslandi í fyrsta skipti yfir 100 þúsund

Samkvæmt samantekt Hagstofu Íslands voru haustið 2005 skráðir nemendur á framhalds- og háskólastigi fleiri en nokkru sinni fyrr, eða 42.200. Í framhaldsskóla eru skráðir 25.093 nemendur og 17.107 nemendur í háskóla. Fjöldi skráðra nemenda í námi á háskólastigi hefur tæplega tvöfaldast frá hausti 1998 en nemendum á framhaldsskólastigi hefur fjölgað um 24,6% á sama tímabili. Konur eru umtalsvert fjölmennari en karlar eða 24.158 (57,2%) en karlar eru 18.042 (42,8%). Hægt hefur á fjölgun nemenda í fjarnámi og fjölgaði nemendum um 2,6% á síðasta ári. Nemendum fjölgaði eingöngu í fjarnámi á framhaldsskólastigi en nemendum í fjarnámi á háskólastigi fækkaði um 6,3% frá síðasta ári. Nemendur í fjarnámi eru nú tvöfalt fleiri en nemendur í kvöldskólum.

Haustið 2005 stunda tæplega 82% nemenda nám í dagskóla, rúmlega 12% nemenda fjarnám og 6% nemenda eru í kvöldskólum.

Á skólaárinu 2005-2006 fer heildarfjöldi nemenda á Íslandi á öllum skólastigum í fyrsta skipti yfir 100 þúsund.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is