Forsíða
Auglýsing
Rss straumur af fréttum frá Skessuhorni
Lágnætti. Fjórði Þórsdagur í Haustmánuði
Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
22. janúar. 2006 05:48

Skipverjar á Víkingi AK 100 fá uppsagnarbréf

Síðastliðinn laugardag sögðu forsvarsmenn HB Granda hf. skipverjum á Víkingi AK 100 upp störfum. Skipið mun þó veiða loðnu á yfirstandandi loðnuvertíð, þ.e.a.s. ef einhver veiðanleg loðna finnst. Að vertíðinni lokinni verður skipinu hinsvegar lagt fram í janúar á næsta ári. Eins og fram kemur í uppsagnarbréfi til skipverja, og birt er á vef Verkalýðsfélags Akranesss, er ástæða uppsagnanna sagður verkefnaskortur. Í uppsagnarbréfinu er skipverjum jafnframt tilkynnt að áhersla verði lögð á að útvega þeim störf á einhverju af þeim skipum sem áfram verða í rekstri hjá HB Granda, hafi þeir á því áhuga. Undir uppsagnarbréfið skrifar Vilhjálmur Vilhjálmsson, deildarstjóri HB Granda.

 

Líklegt er að aflasamdráttur á loðnu verði gríðarlega mikill á þessari vertíð og enn er í raun allsendis óvíst hvort einhver veiðanleg loðna finnst. Einnig er ástæða þess að skipinu verður lagt fram á næsta ár sögð sú að síldarkvóti skipsins hafi að miklu leyti verið fluttur yfir á önnur skip fyrirtækisins.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is