Forsíða
Auglýsing
Rss straumur af fréttum frá Skessuhorni
Lágnætti. Fjórði Þórsdagur í Haustmánuði
Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
24. janúar. 2006 03:22

Aflagjöld Akraneshafnar dragast verulega saman

Með minnkandi afla sem landað er í Akraneshöfn hafa tekjur hafnarinnar af aflagjöldum dregist saman. Þetta kemur glöggt fram í svari Sturlu Böðvarssonar samgönguráðherra á Alþingi við fyrirspurn Magnúsar Þórs Hafsteinssonar þingmanns Frjálslynda flokksins.  Aflagjald er innheimt sem ákveðið hlutfall af aflaverðmæti landaðs afla og hefur frá miðju ári 2004 verið 1,3% af aflaverðmæti en var áður 1%. Þingmaðurinn spurði hver aflagjöld hafnarinnar hefðu verið á árunum 2000 til loka nóvember 2005, reiknað til núvirðis.

Í svari ráðherra kemur fram að á árinu 2000 hafi innheimt aflagjald verið tæpar 23,5 milljónir króna. Aflagjaldið hækkar síðan til ársins 2003 þegar innheimt var gjald að upphæð tæpar 32,9 milljónir króna. Árið 2004 verður síðan nokkur samdráttur því þá er innheimtar 28,3 milljónir króna og á fyrstu ellefu mánuði liðins árs er aðeins innheimtar rúmar 18 milljónir króna.

 

Í svari ráðherra kemur meðal annars fram að mestum bolfiskafla hafi á þessum árum verið landað árið 2003 eða 22.347 tonnum. Síðan hefur bolfiskafli farið minnkandi og fyrstu ellefu mánuði liðins árs var landað 13.038 tonnum. Árið 2002 var landað 109.680 tonnum af uppsjávarfiski á Akranesi en fyrstu ellefu mánuði liðins árs var landað 30.432 tonnum.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is