Forsíða
Auglýsing
Rss straumur af fréttum frá Skessuhorni
Lágnætti. Þriðji Mánadagur í Haustmánuði
Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
25. janúar. 2006 11:05

Formaður Bændasamtakanna vill rýmka heimildir til tvöfaldrar búsetu

Haraldur Benediktsson, formaður Bændasamtaka Íslands og bóndi á Vestra Reyni vill að heimildir til tvöfaldrar búsetu verði rýmkaðar og komið verði upp skilvirku kerfi á milli sveitarfélaga í skiptingu réttinda og skatttekna annarra en fasteignaskatta. Þetta kom fram í erindi sem hann flutti á íbúaþingi nýs sveitarfélags sunnan Skarðsheiðar, sem fram fór á Hlöðum á dögunum.

 

Haraldur ræddi um þá sprengingu sem orðið hefur í byggingu sumarbústaða sem í raun eru orðnir heilsárshús. Einnig ræddi hann um þá breytingu sem orðið hefur í sveitahreppum við fjölgun íbúa sem ekki stunda landbúnað heldur sækja vinnu annað. Haraldur sagði meðal annars í erindi sínu: “Margs konar árekstrar vegna athafna bænda verða við íbúa sem ekki skilja allan þennan áhuga á að dreifa illa lyktandi mykju á tún. Öll þessi vélaumferð hægfara dráttarvéla sem stöðugt eru fyrir á vegum, að ekki sé talað um vélahljóð alla helgidaga langt fram eftir nóttu og snemma á morgnum frídaga. Þessar skepnur koma í garðana og borða sumarblómin. Að ekki sé vel séð að börn komi heim í fjós og fjárhús til að leika sér og skoða dýrin eða vélarnar. Þessi stanslausa afskiptasemi bænda af heilsubætandi göngutúrum á fallegum ræktarlöndum og að lokum ótrúleg afskiptasemi af því þegar hundar eru viðraðir og leyft að hlaupa innan um fé. Eins og að lömbin verði ekki bara vöðvameiri fyrir vikið,” sagði Haraldur í léttum dúr í erindi sínu.

 

Síðar sagði hann: “Hagsmunir sveitarfélaga, eða öllu heldur landeigenda, af byggð frístundahúsa eru hér miklir. Svokölluð tvöföld búseta, þar sem fólk velur að eiga bæði íbúð í þéttbýli og hús í sveit, og í þessari fjarlægð við höfuðborgarsvæðið er slíkt sannarlega valkostur. Gagnvart slíku stendur sveitarfélag berskjaldað. Víst má segja að í landinu gilda lög um búsetu og lögheimili. Réttur eigenda frístundahúsa á sveitarfélög á þjónustu er síðan klipptur og skorinn. En þungi á réttindi gegn greiðslu fasteignaskatta mun aukast. Að ekki sé talað um ef ekki halda til lengdar þau lög um lögheimili þannig að fólk snúi búseturéttindum sínum við. Notið íbúðina í þéttbýli sem aukaíbúð. Sveitarfélög bregðast við slíku með því að vísa í skipulag. En hugmynd mín er á þann veg að það eru hagsmunir landsbyggðar og sveitarfélaga að heimildir til tvöfaldrar búsetu verði rýmkaðar. Það er raunverulegur valkostur að vilja slíkt. Að geta skráð búsetu sína og valið á hvorn staðinn það vill þiggja þjónustu og/eða komið verði upp skilvirku kerfi sveitarfélaga í milli á skiptingu réttinda og skatttekna annarra en fasteignaskatta. Í öllu falli á nýtt sveitafélag hér að leita leiða til að koma til móts við þessi sjónarmið. Í þessu sambandi mætti slá fram hugmyndinni að búsetuformi sem kallast sveitabýli eða sveitasetur, er væri blanda af fastri búsetu og frístundabyggð. Slík skilgreining gæti nýst á öðrum sviðum,” sagði Haraldur Benediktsson í erindi sínu.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Héðan og þaðan
Framleiðnisjóður Landbúnaðarins

Fram á völlinn

Grundarfjarðarbær

Fundaröð um vegamál á Vesturlandi

Grundarfjarðarbær

Bæjarstjórnarfundur

Dalabyggð

Sveitarstjórn Dalabyggðar - 181. fundur

Grundarfjarðarbær

Gjöf frá Lionsklúbbi Grundarfjarðar

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is