Forsíða
Auglýsing
Rss straumur af fréttum frá Skessuhorni
Lágnætti. Fjórði Þórsdagur í Haustmánuði
Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
25. janúar. 2006 01:00

Fullskipuð kvennasveitarstjórn

Aukafundur fór fram í sveitarstjórn Borgarfjarðarsveitar sl. fimmtudag. Á dagskrá fundarins var seinni umræða fjárhagsáætlunar, gjaldskrá vegna sorphirðu og sorpeyðingar og önnur mál. Fundur þessi telst svosem ekki til sérstakra tíðinda, nema þá að vera kynni að einu leyti. Svo bar við hann sátu að þessu sinni einvörðungu konur og er það harla óvanalegt í sveitarstjórnum þessa lands ef ekki einsdæmi, þó það hafi ekki verið kannað með vísindalegum hætti. Við síðustu sveitarstjórnarkosningar voru hlutfallslega flestar konur í sveitarstjórn Borgarfjarðarsveitar, eða 60%. Á síðasta fundi bar svo við að bæði Sveinbjörn Eyjólfsson, oddviti og Bergur Þorgeirsson, 3. maður á lista voru forfallaðir og sátu því tveir varamenn fundinn fyrir þá, þær Linda B Pálsdóttir sveitarstjóri og Guðrún Ólafsdóttir í Bæ.

 

Þórvör Embla Guðmundsdóttir er fulltrúi í sveitarstjórn. Aðspurð um hvort ekki hefði verið ástæða í tilefni dagsins til að færa á dagskrá fundarins liði sem snerta kvenna- og kvenfrelsismál sérstaklega, svo sem ríflegar styrkveitingar til kvenfélaganna, jafnréttisáætlun, húsmæðraorlofsmál eða önnur slík, sagði Þórvör Embla að sennilega hafi verið klaufaskapur að gera það ekki. “Við uppgötvuðum það ekki fyrr en fundurinn var nánast búinn að þarna hefðum við sennilega verið að brjóta blað í sögu íslenskra sveitarstjórna. Svona kærkomið tækifæri til að vinna að framgangi sérstakra baráttumála kvenna án nokkurrar afskipta karlpeningsins býðst líklega sjaldan eða aldrei aftur. Hinsvegar má ekki gleyma því að við erum dagsdaglega öflugar konurnar og ráðum drjúgmiklu og sennilega meiru en karlarnir nokkurntíman þyrðu að viðurkenna. Þannig séð kvörtum við alls ekki,” sagði Þórvör Embla að lokum.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is