Forsíða
Auglýsing
Rss straumur af fréttum frá Skessuhorni
Lágnætti. Fjórði Þórsdagur í Haustmánuði
Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
25. janúar. 2006 03:44

Nafnið Peningasveit hlaut mest fylgi í könnun nemenda

Á íbúaþingi, sem íbúar væntanlegs sveitarfélags sunnan Skarðsheiðar sóttu og haldið var í félagsheimilinu að Hlöðum fyrir skömmu, tóku nemendur Heiðarskóla virkan þátt. Þeir fluttu erindi um sýn unga fólksins á hið nýja sveitarfélag og möguleika þess í framtíðinni. Meðal þess sem unga fólkið gerði fyrir þingið var að kanna hug nemenda og starfsfólks Heiðarskóla hvert ætti að vera nafn hins nýja sveitarfélags.

Sveitarfélögin sem sameinast í vor eru Innri-Akraneshreppur, Leirár- og Melahreppur, Hvalfjarðarstrandarhreppur og Skilmannahreppur. Alls bárust 37 hugmyndir að nafni og var kosið á milli þeirra. Mörg nafnanna koma kunnuglega fyrir eins og nöfn þeirra sem nú sameinast og hlutu þau nokkurt fylgi hvert um sig.

 

Í nýjum nöfnum var áberandi að fólk leitaðist við að nýta örnefni á svæðinu. Má þar nefna Skarðshreppur, Skarðsheiðarbyggð, Glymhreppur, Akraskarð og Hvalborg. Til örnefna verður sjálfsagt að telja himininn og ein tillaga kom með nafninu Himnasveit.  Af fleiri nöfnum má nefna Álfaborg, Grunnafjarðarhreppur, Grunnifjörður, Melaþúfa, Skessuheiði, Sunnanhreppur og Hreppahreppur.

Sumir vildu tengja nafnið við raunveruleikann og töldu Norðurálshrepp heppilegt nafn og eins og fram kom í frétt Skessuhorns af íbúaþinginu þá var það ofarlega í hugum íbúa að hægt væri að halda í sveitarómantíkina við uppbyggingu nýja sveitarfélagsins. Sá sem lagði til nafnið Sveitahreppur hefur eflaust verið með slíkt í huga. Fjárhagslegur styrkur þessara sveitarfélaga hefur nokkuð verið í umræðunni en hvort það var ofarlega í huga þess er lagði til nafnið Lánamannahreppur skal ósagt látið.  

Í fjórða sæti í áðurnefndri stigagjöf varð nafnið Hvalfjörður sem hlaut 85 stig. Í þriðja sæti varð eitt núverandi nafna, Skilmannahreppur, með 89 stig. Tveimur stigum þar fyrir ofan var annað núverandi nafna; Hvalfjarðarstrandarhreppur. Afgerandi flest stig, eða 116 talsins, hlaut nafnið Peningasveit.

Framtak nemendanna hlaut mikið lof fundarmanna sem þökkuðu með langvarandi lófataki. Fyrstu sveitarstjórn hins nýja sveitarfélags bíður það ánægjulega en vandasama hlutverk að ákveða nafnið og hafa án efa til hliðsjónar lista nemendanna.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is