Forsíða
Auglýsing
Rss straumur af fréttum frá Skessuhorni
Lágnætti. Fjórði Þórsdagur í Haustmánuði
Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
25. janúar. 2006 12:54

Stórir bílar á sérstök stæði - líka amerísku pallbílarnir

Lögreglan á Akranesi stendur þessa dagana fyrir átaki vegna brota á 18. grein lögreglusamþykktar fyrir Akraneskaupstað, en þar segir að óheimilt sé að leggja vinnuvélum, vörubifreiðum sem eru meira en 3,5 tonn að leyfðri heildarþyngd og hópbifreiðum sem eru meira en 5 tonn á götum, einkalóðum í íbúðahverfum eða á almennum bifreiðastæðum bæjarins. Lögreglumenn settu áminningar á alls 17 vörubíla og vinnuvélar í liðinni viku, sem lagt hafði verið ólöglega. Var umráðamönnum þessara tækja bent á að færa þau á stæði sem þeim er ætluð. Sinni umráðamenn ekki þessum áminningum má reikna með því að beitt verði sektum. “Það vakti athygli okkar við þessa vinnu að stærri pallbílar falla undir þetta ákvæði. Til dæmis er leyfð heildarþyngd Ford F-350, sem mikið hefur verið flutt inn af á liðnum misserum, rúm 5 tonn og því falla þeir bílar undir þann stærðarflokk að þurfa að vera geymdir á stórbílastæðum í bænum,” segir Jón S Ólason, yfirlögregluþjónn í samtali við Skessuhorn.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is