Forsíða
Auglýsing
Rss straumur af fréttum frá Skessuhorni
Lágnætti. Fjórði Þórsdagur í Haustmánuði
Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
25. janúar. 2006 01:55

Tugir íbúða til sölu í Flatahverfi á Akranesi

Fasteignasalan Fasteignamiðlun í Reykjavík hefur auglýst til sölu byggingarétt ásamt byggingum fjölda íbúða í nýju hverfi á Akranesi. Um er að ræða byggingarétt og sökkla að tveimur 20 íbúða húsum við Hagaflöt, uppsteypt 8 íbúða fjölbýlishús við Eyrarflöt, þrjú uppsteypt raðhús við Bakkaflöt og plötur undir tvö raðhús við sömu götu. Í auglýsingu fasteignasölunnar kemur fram að áhvílandi skuldir á eignunum séu 257 milljónir króna og að öll þau gjöld sem greiðast vegna úthlutunar lóðanna verði innifalin í kaupverði.  Starfsmaður fasteignasölunnar vildi ekki upplýsa hver seljandi væri né hvers vegna framkvæmdir þessar eru nú auglýstar til sölu í heilu lagi. Samkvæmt heimildum Skessuhorns fékk fyrirtækið Akurhús ehf. í Reykjavík keyptan byggingarrétt á umræddum lóðum á sínum tíma en ekki er víst að það fyrirtæki sé nú eigandi framkvæmdanna. Framkvæmdir þessar hafa nokkuð verið í fréttum undanfarið því slælega hefur verið gengið frá nokkrum umræddra grunna og hefur það verið talið valda slysahættu.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is