Forsíða
Auglýsing
Rss straumur af fréttum frá Skessuhorni
Lágnætti. Fjórði Þórsdagur í Haustmánuði
Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
31. janúar. 2006 04:28

Þverpólitísk hreyfing vill gjaldfrelsi ganga og Sundabrautar

Hópur sá sem undirbúið hefur þverpólitískt framboð í nýju sveitarfélagi sunnan Skarðsheiðar í sveitarstjórnarkosningunum í vor hefur birt drög að stefnuskrá framboðsins og hefur nú boðað til fundar í félagsheimilinu Miðgarði á fimmtudaginn kl. 20.30. Í stefnuskránni kennir ýmissa grasa. Í samgöngumálum er sagt að í samvinnu við önnur sveitarfélög verði þrýst á að allar akstursleiðir í byggð verði með bundnu slitlagi, flýtt verði lagningu vegar af Hvalfjarðarströnd að Grundartanga. Einnig verði þrýst á um að gjaldfrjálst verði í Hvalfjarðargöngin og uppbyggingu Sundabrautar verði hraðað auk þess sem umferð um hana verði einnig gjaldfrjáls. 

 

Skólahald í hinu nýja sveitarfélagi var mjög til umræðu á íbúaþingi sem haldið var fyrir skömmu og þá sérstaklega hvar skóli í sveitarfélaginu skyldi staðsettur. Ekki er tekið af skarið hvar skóli verður byggður upp. Þó er talið ófrávíkjanlegt að skólahald verði áfram í sveitarfélaginu og ljóst sé að núverandi húsnæði Heiðarskóla sé orðið of lítið auk þess sem það sé áhentugt að mörgu leyti. Þá segir í drögum að stefnuskránni: „ ákvörðun um fram­tíð­ar­stað­setn­ingu Heiðarskóla er tengd skipu­lags­mál­um og verður rædd í því sam­hengi“.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is