Forsíða
Auglýsing
Rss straumur af fréttum frá Skessuhorni
Lágnætti. Fjórði Þórsdagur í Haustmánuði
Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
31. janúar. 2006 06:59

Gauti Jóhannesson er Íþróttamaður Borgarfjarðar

Íþróttahátíð UMSB 2006 var haldin laugardaginn 28. janúar. Þar kepptu um 200 börn og unglingar í sundi og frjálsum íþróttum frá morgni fram á síðdegi. Um miðjan dag var kynning á sundknattleik, þar sem Borgfirðingurinn Sigurður Guðmundsson frá Hvanneyri fór fyrir liði frá Sundknattleiksfélagi Reykjavíkur. Að því loknu voru veitt verðlaun fyrir helstu afrek ársins 2005 í sundi og frjálsum íþróttum og Íþróttamaður Borgarfjarðar útnefndur.

Gauti Íþróttamaður Borgarfjarðar

 

Gauti Jóhannesson, hlaupagarpur úr Umf. Íslendingi var kjörinn íþróttamaður Borgarfjarðar 2005. Gauti bætti Íslandsmetið í 800 m innanhúss þegar hann hljóp á 1:51,59 mín. Einnig náði hann lágmarki til þess að keppa á Evrópumeistamótinu innanhúss í 1500 m hlaupi þegar hann hljóp á 3:47,99 sem er þriðji besti árangur Íslendings frá upphafi.

Í öðru sæti varð Bergþór Jóhannesson frá Stafholtsveggjum. Bergþór setti sex Borgarfjarðarmet í kúluvarpi á árinu og eitt í 80 m grindahlaupi. Í þriðja sæti var Sigurður Þórarinsson sundkappi. Hann vann fjórar greinar og varð þriðji í einni á Unglingalandsmóti UMFÍ og setti Borgarfjarðarmet í 1500 m skriðsundi í 25 m laug á Aldursflokkamóti Íslands. Í fjórða sæti var Sigurborg Hanna Sigurðardóttir hestakona, í fimmta Hafþór Ingi Gunnarsson körfuboltamaður, í sjötta Trausti Eiríksson fyrir badminton og golf, í sjöunda Sveinn Flóki Guðmundsson sundmaður, í áttunda Ucheckukwu Michael Eze frjálsíþróttamaður, í níunda Rasmus Christiansen hestamaður og í tíunda sæti Ingólfur H. Valgeirsson knattspyrnumaður.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is