Forsíða
Auglýsing
Rss straumur af fréttum frá Skessuhorni
Lágnætti. Fjórði Þórsdagur í Haustmánuði
Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
31. janúar. 2006 07:01

Mikið um umferðarlagabrot

Lögreglan á Akranesi sinnti alls 127 verkefnum og útköllum í vikunni sem leið. 57 af þessum verkefnum tengdust umferðinni og voru m.a. 20 ökumenn kærðir fyrir of hraðan akstur. Sá sem hraðast ók mældist á 130 km/klst hraða þar sem leyfður hámarkshraði er 90. Ungur maður var færður til yfirheyrslu, kærður fyrir að hafa gramm af amfetamíni í fórum sínum. Efnið er talið ætlað til eigin neyslu og málið telst upplýst.

 

Ungur og óþolinmóður maður sem enn á eftir einhverja mánuði í bílprófið var stöðvaður við akstur á númerslausum bíl. Sekt vegna þessa gæti numið 20.000 krónum. Þá var ekið á tvær kyrrstæðar og mannlausar bifreiðar sem stóðu við heimahús. Ökumaður fór af vettvangi án þess að aðhafast nokkuð í málinu en fannst skömmu síðar. Þessi ökumaður kvaðst hafa brugðið mjög við áreksturinn og væri það skýringin á því að hann yfirgaf vettvang. Árekstur varð á Esjubraut. Þar var bifreið ekið aftan á aðra og kenndi ökumaður eymsla í baki og hálsi og var fluttur á Sjúkrahús til aðhlynningar.

Brotist var inn í enn eina bifreiðina. Í þetta skiptið var þó bifreiðin læst, ólíkt því sem hefur verið í einhverjum tilfellum undanfarið. Hliðarrúða var brotin til að komast inn í hana og var hljómflutningstækjum stolið.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is