Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
06. febrúar. 2006 06:24

Fleiri sveitarfélög hækka laun

Borgarbyggð, Grundarfjörður, Akraneskaupstaður og Stykkishólmur hafa bæst í hóp þeirra sveitarfélaga sem nýtt hafa heimild Launanefndar sveitarfélaga til hækkunar á launum leikskólakennara og starfsmanna sveitarfélaganna er lægst laun hafa.

Að sögn Páls S Brynjarssonar bæjarstjóra Borgarbyggðar mun þessi ákvörðun hafa í för með sér um 20 milljóna króna kostnaðarauka í för með sér fyrir Borgarbyggð. Hann segir ekki ákveðið hvernig þessum kostnaði verður mætt en ljóst sé að tekjur af fasteignagjöldum hafi verið vanáætlaðar svo og framlög Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga.

Björg Ágústsdóttir, bæjarstjóri í Grundarfirði segir að kostnaðaraukinn muni liggja fyrir á næstu dögum. Hún telur eitthvað borð fyrir báru í fjárhagsáætlun til þess að mæta þessum aukna kostnaði.

 

Sveinn Kristinsson formaður bæjarráðs Akraness segir að öllum hafi verið ljóst að hækka þyrfti lægstu laun hjá sveitarfélaginu. Hann segir launakostnað sveitarfélagsins hækka um 27-30 milljónir á þessu ári og lífeyrisskuldbindingar bæjarfélagsins muni hækka um annað eins. Bæjarráð Akraness samþykkti að vísa kostnaðaraukanum til endurskoðunar fjárhagsáætlunar. Aðspurður hvort hann telji að aðrir hópar geri kröfum um launahækkanir í kjölfar þessarar ákvörðunar, segir Sveinn ekki ótrúlegt að einhver umræða fari fram. Hann telji hins vegar ástæðu til þess að minnka samningsbundnar tengingar á milli hópa þannig að breyting á launum eins hóps kalli ekki sjálfkrafa á skriðu breytinga. Sveitarfélög verði að hafa svigrúm til þess að bæta kjör þeirra lægst launuðu án þess að það kalli á breytingar á launum allra.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is