Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
07. febrúar. 2006 05:43

Stækkun Norðuráls á áætlun

Á næstunni verða fyrstu kerin í stækkun Norðuráls í Hvalfirði tekin í notkun. Ragnar Guðmundsson framkvæmdastjóri fjármála- og stjórnunarsviðs Norðuráls segir framkvæmdir á áætlun. Í upphafi var stefnt að gangsetningu fyrstu kerjanna um miðjan febrúar og segir Ragnar að sú tímasetning muni að öllum líkindum standast.  Alls bætast á þessu ári 260 ker við í verksmiðjunni og er stefnt að því að þau verði öll komin í rekstur síðla sumars. Afkastageta verksmiðjunnar hefur þá aukist úr 90 þúsund tonna framleiðslu á ári í 220 þúsund tonn. Þessari stækkun hafa fylgt gríðarleg umsvif á Grundartanga og hafa um 600 starfsmenn unnið við það verkefni sem lýkur um mitt þetta ár.

 

Vegna stækkunarinnar hefur starfsmönnum Norðuráls verið fjölgað á undanförnum mánuðum. Þeir voru 195 talsins áður en framkvæmdir við stækkunina hófust og er um þessar mundir verið að ljúka ráðningu um 160 starfsmanna til viðbótar.  Að sögn Ragnars var mikil eftirspurn eftir störfum hjá fyrirtækinu og að undanförnu hafa hinir nýju starfsmenn verið við þjálfun til þess og verða því tilbúnir til verka þegar fyrstu kerin verða tekin í notkun.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is