Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
08. febrúar. 2006 08:52

Ný könnun gerð á launamun kynjanna í Borgarbyggð

Félagsmálanefnd Borgarbyggðar, sem jafnréttismál heyra undir, hefur falið félagsmálstjóra sveitarfélagsins að endurtaka launakönnun til samanburðar á launum kynjanna. Hjördís Hjartardóttir félagsmálastjóri Borgarbyggðar segir að könnun hafi verið gerð á sínum tíma á launamun kynjanna. Var hún miðuð við greidd laun í desember 2003. Í niðurstöðum hennar hafi meðal annars komið í ljós að meðaldagvinnulaun kvenna voru 81% af meðaldagvinnulaunum karla.

Hjördís segir að með því að endurtaka könnunina nú vilji nefndin komast að því hvort eitthvað hafi áunnist á þeim tveimur árum sem liðin eru frá síðustu könnun. Í Borgarbyggð er í gildi jafnréttisáætlun en að öðru leyti segist Hjördís ekki hafa vita til þess að markvisst hafi verið unnið að minnkun á launamun þeim er staðfestur var á sínum tíma. Hún segir ekki ljóst hvenær könnunin verði framkvæmd því fyrir nokkrum dögum hafi verið teknar ákvarðanir til hækkunar launa ákveðinna stétta eins og fram kemur í frétt á forsíðu Skessuhorns í dag. Því sé rétt að hinkra með könnunina þar til þær launabreytingar hafa náð fram að ganga.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is