Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
08. febrúar. 2006 10:15

Segir meirihlutaflokkana á Akranesi misnota bæjarsjóð

Magnús Þór Hafsteinsson, íbúi á Akranesi og alþingismaður Frjálslynda flokksins, segir fréttabréf Akraneskaupstaðar pólistískan áróður sem meirihlutaflokkarnir eigi sjálfir að greiða en ekki bæjarbúar. Með útgáfunni sé verið að misnota bæjarsjóð og í fréttabréfinu komi fátt nýtt fram sem ekki hafi áður komið fram í fjölmiðlum.  Hann óskar upplýsinga um hvað útgáfan kostaði. Í síðustu viku kom út á Akranesi „Tíðindi úr kaupstað.” Í blaðhaus segir að þar sé um að ræða fyrsta tölublað fyrsta árgangs. Útgefandi er Akraneskaupstaður og umsjón með útgáfu hafði Markaðs- og atvinnuskrifstofa og ritstjóri og ábyrgðarmaður er Jón Pálmi Pálsson, bæjarritari. Í blaðhaus segir að því sé dreift á öll heimili og fyrirtæki á Akranesi. Blaðið er prentað í Prentverki Akraness hf.

 

Guðmundur Páll Jónsson bæjarstjóri segir meðal annars svo um tilgang blaðsins á síðu 2: “Tilgangur þessa fréttabréfs er að kynna betur fyrir bæjarbúum og öðrum áhugasömum ýmis verkefni, stór og smá, sem eru í vinnslu á vegum stofnana og deilda bæjarins og einnig margt af því sem framundan er í starfsemi bæjarins.”

 

Magnús Þór gerir alvarlegar athugasemdir við útgáfu fréttbréfsins. „Ég varð vægast sagt mjög hissa þegar ég fletti þessu svokallaða fréttabréfi Akraneskaupstaðar sem datt inn um bréfalúguna nú um helgina. Undarleg má hún heita, sú tilviljum að fjórum mánuðum fyrir sveitarstjórnarkosningar, detti bæjarstjórnarmeirihlutanum í hug með bæjarstjóra Framsóknarflokksins í fararbroddi að gefa út fyrsta tölublað fyrsta árgangs af þessu fréttabréfi. Þarna er bæjarritarinn, sem er einn af æðstu og væntanlega hæst launuðu yfirmönnum bæjarins, settur í hlutverk blaðamanns til að skrifa montsögur af völdum verkum núverandi bæjarstjórnarmeirihluta. Þetta hlýtur að vera best launaði blaðamaður landsins.”

 

Aðspurður hvort ekki sé eðlilegt að fluttar séu fréttir af starfsemi bæjarfélagsins segir Magnús: „Þegar „fréttirnar” eru lesnar þá kemur fátt nýtt fram sem maður hefur ekki þegar lesið eða heyrt um í fjölmiðlum eins og Skessuhorni. Í raun eru þetta ekki fréttir, heldur grímulaus, en jafnframt lymskufullur pólitískur áróður, settur fram á kosningaári, útbúinn af starfsmanni bæjarins, prentaður og dreift á kostnað bæjarbúa. Ég geri þá kröfu sem íbúi og útsvarsgreiðandi á Akranesi að bæjarstjórinn svari því hver heildarkostnaðurinn hefur verið við gerð og dreifingu þessa auglýsingabæklings. Síðan er sjálfsagt að gjaldkeri bæjarins útbúi reikning fyrir auglýsingagerðinni og sendi hann á Framsóknarflokkinn og Samfylkinguna á Akranesi. Íbúar Akraness eiga ekki að borga fyrir kosningaáróður þessara flokka og ég frábið mér að þurfa að horfa upp á að þessir flokkar misnoti bæjarsjóð til að koma árum sínum fyrir borð í þeirri kosningabaráttu sem framundan er,” sagði Magnús að lokum.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is