Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
10. febrúar. 2006 01:10

Skemmdarvargar á Arnarvatnsheiði

Nýverið kom í ljós að brotist hafði verið inn í nýlegt veiðihús sem stendur við Úlfsvatn á Arnarvatnsheiði og á því unnin skemmdarverk. Húsið sem er í eigu Veiðifélags Arnarvatnsheiðar var flutt nýtt að Úlfsvatni fyrir tveimur árum síðar og hefur verið leigt út til veiðimanna á sumrin. Á vetrum er húsinu hinsvegar læst og ekki til þess ætlast að gengið sé um það eftir að veiðitímabilinu lýkur. “Það hefur líklega verið brotist inn um áramótin. Umgengnin var hreint út sagt með ólíkindum og í raun er um skemmdarverk að ræða þar sem hurð hússins hafði verið bundin föst opin. Þannig hefur fennt inn í húsið og var það fullt af snjó þegar að var komið. Húsið er stórskemmt, allur panell ónýtur, gólf illa farið og innbú skemmt,” sagði Snorri Jóhannessonar veiðivörður í samtali við Skessuhorn.

 

Snorri segir að Björgunarsveitin OK hafi verið fengin til að fara á staðinn á snjóbíl, enda eru vegir ófærir um þessar mundir. Einhver umferð hefur þó verið um vegina á Arnarvatnsheiði að undanförnu þrátt fyrir að þar sé umferð bönnuð og segir Snorri vegina nokkuð illa farna þar sem jörð er frostlaus og víða mjög blautt um.

Snorri segir það umhugsunarefni hvort ráðlegt sé að skilja hús sem þetta eftir læst eða opið á sambærilegan hátt og sagt er að fyrir verslunareigendur borgi sig að hafa búðarkassa ólæsta þannig að þeir verði síður fyrir tjóni ef þjófar láta greipar sópa. “Það eru ólæstir gangnamannaskálar á Arnarvatnsheiði sem fólk getur leitað í ef það þarf húsaskjól. Í þessu tilfelli hefur þó verið um að ræða hreina og klára skemmdarfísn því innbrotsþjófarnir hafa skilið þannig við húsið að nánast tryggt væri að það yrði fyrir skemmdum. Viðkomandi ættu að skammast sín, gefa sig fram og borga það tjón sem þeir hafa valdið,” sagði Snorri að lokum.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is