Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
10. febrúar. 2006 12:11

Skógarhverfi verði klárað fyrst

Sveinn Kristinsson formaður bæjarráðs Akraness segir það stefnu bæjarins að uppbyggingu Skógarhverfisins á Akranesi verði lokið áður en hafin verði uppbygging nýs hverfis. Eins og fram kom í frétt Skessuhorns á dögunum óskuðu forráðamenn Loftorku Borgarnesi ehf. eftir því að fá að skipuleggja og byggja heildstætt hverfi í Kalmansvík. Munu þar rúmast á bilinu 200-300 íbúðir. Þrátt fyrir að mestur áhugi væri á uppbyggingu í Kalmansvík lýstu forsvarsmenn fyrirtækisins sig reiðubúna til viðræðna um annað byggingasvæði „ef nauðsyn ber til af hálfu bæjaryfirvalda,“ eins og fram kom í bréfi fyrirtækisins.

 

Forsvarsmenn Loftorku Borgarnesi ehf. mættu til fundar við bæjarráð Akraness á fimmtudag um hugmyndir fyrirtækisins. Sveinn Kristinsson formaður bæjarráðs sagði afar ánægjulegt að finna þann mikla áhuga sem verktakar sýndu uppbyggingu á Akranesi. Hins vegar væri það stefna bæjarins að ljúka uppbyggingu í Skógarhverfi áður en uppbygging annarra hverfa hæfist. Áður en til uppbyggingar í Kalmansvík kæmi þyrfti til dæmis að ljúka færslu þjóðvegarins inn í bæinn. Sveinn sagði hins vegar koma til greina að úthluta byggingarfyrirtæki heilum klasa í Skógarhverfi og þau mál væru í athugun.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is